Aðsóknin aldrei meiri

Það eru algjör forréttindi að fá að sinna því starfi sem við sinnum og með svona mikið af hæfileikaríkum og yndislegum nemendum. Vorönn fór af stað með látum og áttum við svo sannarlega ekki von á þessum viðbrögðum. Allir hópar eru stútfullir og höfum við nú opnað fyrir biðlista. Skólinn okkar hefur verið í stöðugum vexti en vaxtarkippurinn hefur aldrei verið jafn mikill og á haustönn 2014 og nú á vorönn 2015. Hann var stór á haustönn en enn stærri nú á vorönn.

Við erum svo þakklát fyrir að deila þessari ástríðu sem við berum fyrir dansinum með öllum þessum metnaðarfullu nemendum okkar. Dansskólinn er framsækinn og fullur af úrvals kennurum og danshöfundum. Miðað við árangurinn sem við erum að sjá þá er hæfileikafólk í hverju horni. Árið 2015 verður því án ef spennandi og við hlökkum mikið til að taka stöðumat á árangri nemenda þegar líður á önnina.

Danshópar í aldursflokki 10-12 ára í Egilshöll og Ögurhvarfi eru það vinsælir að við höfum þurft að skipta þeim upp í tvo hópa. Við erum að senda út tölvupóst á foreldra þeirra nemenda sem eru í þeim hópum. Ef þú hefur ekki heyrt frá okkur sendu okkur póst á dwc@worldclass.is og við svörum þér um hæl.

Nemendasýning 25. mars

Skólinn er löngum orðinn þekktur fyrir glæsilegar nemendasýningar sínar en þær eru árlegur viðburður á vorönn. Sýningin fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins að venju og er dagsetningin miðvikudagurinn 25. mars.  Í ár er uppsetningin byggð á ævintýrum Simba í Lion King. Sýningin spannar allt frá grimmum hýenum til gleðidansa Tímon og Púmba. Mikið er lagt upp úr upplifun áhorfenda og sjónarspili leikhússins.

Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins í lok vorannar og sýna listir sínar. Allir nemendur skólans þátt í að setja upp glæsilega sýningu sem er þematengd og færir dansæfingarnar í danssal yfir á stórt og viðamikið svið. Sýningin stækkar í sniðum með hverju ári sem líður og kennarar skólans setja ekkert þak á sköpunarþörfina og ímyndunaraflið þegar líða tekur að undirbúningi sýningar. Mikið er lagt upp úr hverju atriði sem og búningum, lagavali og útliti sýningar. Markmiðið með sýningunni er að allir hafi gaman af og fái reynslu af sviðsframkomu.

Kennarar hafa strax hafist handa við undirbúning á sýningunni og erum við spennt að hefja æfingar með nemendum þegar líður á önnina.

 

Fyrsti danshópur DWC stofnaður

Við erum hrikalega spennt að tilkynna að fyrsti danshópur skólans verður stofnaður á vorönn. Síðustu ár hafa nemendur okkar náð gífurlegum framförum og hefur grunnur í yngri hópum svo sannarlega skilað sér. Það sýnir sig greinilega í unglingahópum skólans í flokki 13-15 ára. Metnaðarfullir dansarar í unglingahópum verða valdir inn í hópinn á önninni. Við inntöku er horft til nemenda sem sækja vel danstíma skólans, sýna framfarir og metnað og hvetja aðra dansara áfram í sínum danshópum. Þetta eru einstaklingar sem geisla af gleði og áhuga, eru einbeittir í að bæta sig og eru gott fordæmi fyrir yngri og eldri dansara skólans.

Hlutverk danshópsins verður að koma fram fyrir hönd skólans og taka þátt í þeim verkefnum sem skólinn stendur fyrir.

Við höfum enn ekki fundið hið fullkomna nafn á danshópinn og leitum því til dansfjölskyldunnar okkar. Við eflum til leiks á Facebook og köllum eftir skemmtilegum hugmyndum að góðu nafni sem endurspeglar danshópinn og þau gildi sem hann nær yfir.

Taktu þátt 🙂

Skráning aldrei meiri


Vorönn hefst í næstu viku og fara fyrstu danstímar fram mánudaginn 12. janúar. Skráning er nú í fullum gangi og er óhætt að fullyrða að hún hafi aldrei farið jafn vel af stað. Einhverjir hópar munu fyllast fyrir helgi og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að hefja dansnám við skólann til þess að tryggja sér pláss hið fyrsta. Allir danshópar takmarkast við ákveðinn nemendafjölda og því er ekki hægt að ganga að því vísu að enn verði laus pláss eftir helgi. Það er spennandi dansár framundan og hlakka kennarar skólans til að taka á móti nýnemum sem og öðrum föstum nemendum skólans í næstu viku.

Allar upplýsingar um danshópa og starfsemi skólans er að finna hér á síðunni. Ef einhverjum fyrirspurnum er ósvarað þá hvetjum við alla til þess að hafa samband við okkur á netfangið dwc@worldclass.is.

Dansarar skólans tóku yfir Áramótaskaupið

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að glæsilegir dansarar skólans tóku yfir sjónvarpsskjáinn í lok Áramótaskaupsins í síðustu viku. Mikil leynd ríkti yfir verkefninu eins og gefur að skilja og þurftu nemendur að sitja á sér og deila engum fregnum af verkefninu fram til áramóta. Stella Rósenkranz, deildarstjóri, sá um útfærslu atriðisins í samráði við Silju Hauksdóttur, leikstjóra, auk annarra starfsmanna sem komu að verkefninu á vegum Ríkisútvarpsins. Hinn sívinsæli Unnsteinn Manuel sá um söng á einu vinsælasta lagi ársins 2014, lagið Happy með tónlistarmanninum Pharrell Williams. Þó almenningur virðist hafa mismunandi skoðanir á ágæti Skaupsins í ár þá eru allir þó sammála um að lokaatriðið hafi verið hið glæsilegasta. Mikið umfang var í kringum verkefnið og var tökudagur hinn skemmtilegasti. Fleiri þekktir íslenskir tónlistarmenn tóku þátt í verkefninu og má þar nefna Ólaf Arnalds, sem skein skært í hlutverki Justin Timberlake, og tónlistarhópurinn Reykjavíkurdætur.

Þetta var æðislega skemmtilegt verkefni sem var unnið í samstarfi við frábært listrænt teymi á vegum Ríkisútvarpsins. Við erum hrikalega stolt af nemendum okkar!

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir á bak við tjöldin við upptökur á atriðinu.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2866,2867,2868,2869,2870,2871,2872,2873,2877,2878,2879,2880,2882,2883,2884,2885,2886,2887″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Upptökur á lokaatriði Áramótaskaupsins“][/vc_column][/vc_row]

Gleðilegt ár

Elsku dansfjölskyldan okkar. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Við erum búin að eiga æðislegar stundir saman á árinu sem er að líða og erum við þakklát fyrir þær allar. Stor verkefni komu inn á borðið tok okkar sem dansararnir okkar tóku þátt í og erum við ofur stolt af öllu því sem við áorkuðum saman á árinu. Dansskólinn hefur aldrei verið stærri og hlökkum við til að hitta núverandi nemendur og taka á móti nýjum nemendum á nýju ári. Dansárið 2015 verður svakalegt!

Gleðilega hátíð og gleðilegt nýtt ár til ykkar allra 🙂

Jólakort 2014

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Kæra dansfjölskylda, við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ykkur fyrir frábært dansár og hlökkum til að dansa okkur inn í nýtt ár með ykkur á vorönn 2015.

Allir danshópar fóru í hina árlegu jólamyndatöku síðastu helgina í nóvember. Þó svo að það hafi vantað nokkra nemendur í öllum hópum þá var æðislega gaman eins og sést greinilega á myndunum. Myndir af 16 plús hópum í Laugum og Egilshöll sem og 20 plús hóp í Laugum voru ekki teknar vegna anna nemenda í prófum. Við munum þó svo sannarlega reyna að ná þeim nemendum saman við tækifæri í eina góða mynd.

Myndir voru teknar af hinum frábærlega hæfileikaríka Snorra Björnssyni / snorribjorns.is.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2826,2828,2829,2830,2831,2832,2833,2834,2835,2836,2837,2838,2839,2840,2841,2842,2843,2827″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Jólakort 2014″][/vc_column][/vc_row]

Jólasýning vakti mikla lukku

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Jólasýning dansskólans fór fram við frábærar undirtektir á sunnudaginn síðast liðinn.  500 nemendur stunda dansnám hjá skólanum og steig stór hluti þeirra á svið í Austurbæ á sunnudaginn var. Óvissa var með veðurfar en dansfjölskyldan lét það ekki hafa áhrif á sig og var frábær mæting á báðar sýningar skólans. Nemendur dönsuðu sig inn í hjarta áhorfenda og það má með sanni segja að þau hafi dansað inn jólin!

Sýningin snerti við mörgum og rákust kennarar á þó nokkra foreldra sem voru með tárin í augunum að sýningu lokinni. Jólaandinn, kærleikurinn og gleðin ríkti í húsinu og fóru allir sáttir úr Austurbæ. Við viljum þakka nemendum okkar kærlega fyrir yndislegan dag. Sömuleiðis berum við bestu þakkir til starfsfólks Austurbæjar, tæknimanna og allra vina og vandamanna sem lögðu sitt fram við að gera sýninguna að því sem hún var.

Hér má sjá fyrstu myndir frá sýningunni en fleiri myndir eru væntanlegar í byrjun næstu viku, bæði hér á heimasíðu og á Facebook síðu skólans. Fylgist með!

 

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2802,2803,2804,2805,2806,2807,2797,2795,2794,2799″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Myndir af sýningunni“][/vc_column][/vc_row]

Veður á sýningardag

Varað er við slæmu veðri á sýningardag. Það lítur allt út fyrir að bæta muni hressilega í vindinn um og eftir hádegi og erum við á vaktinni um framvindu veðurfars. Báðar jólasýningar munu fara fram samkvæmt áætlun.

 

Miðasala hafin


Miðasala á jólasýningu dansskólans er hafin á midi.is. Miðaverð er 1.500 kr. og er frítt inn fyrir börn 12 ára og yngri. Börn þurfa ekki miða og því mæta þau ásamt foreldrum og er hleypt beint inn. Nóg af sætum á að vera fyrir alla en takmarkaður sætafjöldi fór í sölu til þess að halda eftir sætum fyrir börnin. Sætin eru ómerkt og því hvetjum við ykkur til þess að mæta snemma. Húsið opnar hálftíma fyrir hvora sýningu.

Um tvær sýningar er að ræða:
Fyrri sýning hefst kl.11.30 og sýna þá danshópar frá Egilshöll og Mosfellsbæ.
Seinni sýning hefst kl.15.00 og sýna þá danshópur úr Laugum, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi í Kópavogi.

Hér er linkur á midi.is:
http://midi.is/atburdir/1/8665

Hlökkum til að sjá sem flesta!