Jólasýning skólans fer nú fram í annað sinn en í ár mun sýningin fara fram í Austurbæ við Snorrabraut. Allir nemendur skólans munu koma fram og sýna afrakstur haustannar á sviði leikhússins. Sýningin mun fara fram sunnudaginn 30. nóvember og það í tveimur hlutum. Er það gert til þess að halda sýningunni í styttra lagi. Auk þess er það gert til þess að allir foreldrar, ættingjar og vinir geta komið og notið sýningarinnar og nemendur notið sín með nóg pláss baksviðs. Einungis þrjár vikur eru eftir af haustönnog eru allir hópar að vinna að atriðum sínum sem stendur. Mikil eftirvænting ríkir í hópunum og hlökkum við til þess að hringja inn jólin með ykkur, dansfjölskyldunni okkar, þennan síðasta sunnudag í nóvember mánuði.
Nánari upplýsingar um allt skipulag er varðar sýninguna er væntanlegt hér á heimasíðu okkar í næstu viku.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-11-11 12:41:302014-11-11 12:41:30Jólasýning í Austurbæ
Fleiri myndir eru nú komnar hér inn á heimasíðu og inn á Facebook síðu skólans frá Danceoff Dansbikarkeppninni. Keppnin fór fram þann 1.nóvember í Tjarnarbíó við Tjarnargötu. Fór hún fram í tveimur hlutum og fóru þeir báðir fram fyrir fullu húsi yfir daginn. Yfir 130 nemendur skólans tóku þátt að þessu sinni og er keppnin því hin stærsta til þessa. Voru það ljósmyndararnir Ásta Sif, astasif.com, og Rakel Tómasdóttir, rakeltomas.com, sem sáu um myndatöku yfir daginn.
Fleiri myndir eru væntanlegar út vikuna og munum við að sjálfsögðu uppfæra heimasíðu og Facebook síðu skólans.
Myndirnar má sjá hér á heimasíðu með því að klikka á þennan link:
http://dansstudioworldclass.is/myndir/#!
Danceoff Dansbikar fór fram í fjórða skipti um síðustu helgi. 135 nemendur dansskólans tóku þátt að þessu sinni og heppnaðist dagurinn með eindæmum vel. Gleði skein úr andliti allra keppenda yfir daginn en fór keppni fram í tveimur hlutum. Nemendur í flokki 10-12 ára hófu leika um morguninn og fór síðan keppni fram í aldursflokkum 7-9 ára og 13-15 ára eftir hádegi.
Framfarir voru greinilegar hjá nemendum og atriðin eins misjöfn og þau voru mörg. Hæfileikaríkir nemendur sýndu dansa sína með frjálsri aðferð og komu dómurum oftar en ekki í opna skjöldu með þroskaðri nálgun sinni að dansinum. Dómnefnd skipuðu þær Kara Hergils Valdemarsdóttir, Nanna Árnadóttir og Sandra Björg Helgadóttir. Formaður dómnefndar var Stella Rósenkranz, deildarstjóri skólans. Dómarar sammældumst um það eftir keppni í báðum hlutum, að valið hafið verið erfitt á milli einstaklinga og hópa og gaman að sjá framþróun dansins innan skólans. Kennarar eru í skýjunum með sína nemendur og eru strax farnir að hlakka til næstu keppni að ári.
Hér að neðan má sjá úrslit keppninnar:
EINSTAKLINGSKEPPNI
Aldursflokkur 7-9 ára
1. sæti – Þórunn Gunnarsdóttir
2. sæti – Karen Emma Þórisdóttir
3. sæti – Aníta Rós Valsdóttir
Aldursflokkur 10-12 ára
1. sæti – Birna Hlín Hafþórsdóttir
2. sæti – Andrea Rut Friðriksdóttir
3. sæti – Eydís Jansen
Aldursflokkur 13-15 ára
1. sæti – Arna Björk Þórsdóttir
2. sæti – Jenný Jónsdóttir
3. sæti – Andrea Marín Andrésdóttir
HÓPAKEPPNI
Aldursflokkur 7-9 ára
1. sæti – Koss
Hópinn skipa þær:
Kolfinna Georgsdóttir
Sigrún Tinna Atladóttir
Sóley Jóhannesdóttir
2. sæti – Tígrisdýr
Hópinn skipa þær:
Iðunn H. Aldan Katrínardóttir
Kara Run Hansen
Kolbrún Arna Káradóttir
Nadía Mýr Gísladóttir
3. sæti – Leðurblökurnar
Hópinn skipa þær:
Erika Styrmisdóttir
Kamilla Stjarna Skúladóttir
Kristjana Birna Kjartansdóttir
Aldursflokkur 10-12 ára
1. sæti – Dollies
Hópinn skipa þær:
Alísa Helga Svansdóttir
Áshildur Þóra Heimisdóttir
Birta Lind Ragnarsdóttir
Brynja María Vilhjálmsdóttir
Jódís Fjóla Rúnarsdóttir
2. sæti – Mini Mix
Anna Lísa Hallsdóttir
Brynja Anderiman
3. sæti – The Freaks
Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Íris Anna
Telma Dröfn Jónsdóttir
Aldursflokkur 13-15 ára
1. sæti – ASK
Hópinn skipa þær:
Arna Björk Þórsdóttir
Karen Benediktsdóttir
Snædís Sól Harðardóttir
2. sæti – Secrets.
Hópinn skipa þær:
Katrín Agnes Ellertsdóttir
Helena Bjartmars Toddsdóttir
Sóley Hólm Jónsdóttir
Sæunn Erla Árnadóttir
3. sæti – 3 Fantastic
Hópinn skipa þær:
Eydís Jansen
Íris Birna Arnarsdóttir
Tinna Maren Jóhannsdóttir
Hér að neðan má sjá fyrstu myndir frá deginum en fleiri myndir eru væntanlegar seinna í vikunni.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-11-04 15:27:272014-11-04 15:27:27Myndir og úrslit frá DanceOff Dansbikar
DanceOff dansbikarkeppnin fer fram á laugardaginn kemur, þann 1. nóvember, í Tjarnarbíó. Keppnin er hin stærsta til þessa en 132 nemendur eru skráðir til þátttöku. 26 í einstaklingskeppni og 106 í hópakeppni eða samtals 32 hópar. Þar af leiðandi hefur keppni verið skipt upp í tvo hluta. Fyrri hluti fer fram kl.11.00 en þá fer keppni fram í aldursflokki 10-12 ára. Seinni hluti fer fram kl.14.30 og er keppt í aldursflokkum 7-9 ára og 13-15 ára.
Við hvetjum nemendur til þess að mæta með hollt og gott nesti með sér til þess að halda orkunni uppi og líkamanum í jafnvægi fyrir og eftir keppnina. Eins að mæta með vatnsbrúsa. Vatn er mikilvægt á svona degi.
MÆTING
Keppendur í fyrri hluta mæta kl.09.00 og keppendur í seinni hluta kl.12.30. Tvær klukkustundir eru áætlaðar í hvorum hluta í sameiginlega upphitun fyrir nemendur, kynna reglur til leiks og renna yfir öll keppnisatriði á svokallaðri generalprufu.
Húsið opnar hálftíma fyrir hvorn hluta, þ.e. kl.10.30 í fyrri hluta og kl.14.00 í seinni hluta.
Miðaverð er 1000 kr. og er eingöngu selt inn við hurð. Frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri.
Verðlaunafhending fer fram beint eftir keppni í hvorum hluta fyrir sig. 90 mínútur eru áætlaðar í hvorn keppnishluta.
Viðburðurinn er opinn öllum og hvetjum við fjölskyldur og vini til þess að mæta og njóta þess að horfa á þessar rísandi dansstjörnur sýna hæfileika sína. Það tekur kjark, vilja og elju að semja sína eigin dansrútínu og flytja fyrir áhorfendur á keppni sem þessari. Kennarar eru stoltir af sínum nemendum og við hlökkum mikið til að sjá atriði allra keppenda á laugardag.
Þessa vikuna fer fram gestavika innan skólans en þá fá allir danshópar annan kennara en fastan kennara sinn í danstíma. Tilgangur vikunnar er að kynna nemendur fyrir enn fleiri dansstílum og öðrum kennsluaðferðum. Fjölhæfni er mikilvægur þáttur fyrir alla dansarara og er nauðsynlegt að nemendur kynnist fleiri en einni nálgun að tækniæfingum og danssporum. Kennarar skólans flytja sig um danshópa og miðla þekkingu sinni til annarra nemenda. Þetta er jákvæð þróun á starfsemi skólans og hefur ríkt mikil ánægja meðal nemenda með þetta fyrirkomulag. Það verður því gaman að fylgjast með danstímunum í þessari viku.
DANCEOFF er dansbikarkeppni sem fer fram í Tjarnarbíó á haustönn. Fyrsta keppnin fór fram árið 2012 þar sem troðfullt var út úr húsi og hefur verið árlegur viðburður síðan.
Markmiðið með keppninni er að hvetja nemendur til þess að koma fram með sinn eigin dansstíl. Keppnin er nú orðinn fastur viðburður innan skólans og mun fara fram í fjórða sinn núna í haust. Á síðasta ári tóku yfir 100 nemendur skólans þátt og sýndu listir sínar fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó.
Danceoff Dansbikar skiptist í tvo flokka, einstaklings- og hópakeppni. Keppni er aldursskipt í báðum flokkum og er keppt til verðlauna. Nemendur sýna frumsaminn dans og sjá alfarið um alla þá þætti sem snúa að því að sýna opinberlega fullbúið dansatriði. Hér er átt við alla umgjörð dansatriðisins, s.s. hugmyndavinnu, tónlist, búningahönnun og að semja og setja saman dansrútínuna. Með þessu móti öðlast nemendur aukinn þroska sem listamenn og dansarar og víkka sjóndeildarhringinn með því að dansa sína eigin sköpun og fara sínar eigin leiðir í ferlinu.
Nemendum er leyfilegt að taka þátt í báðum flokkum, þ.e. í einstaklingskeppni og svo einnig sem partur af hóp í hópakeppni. Til þess að taka þátt í hópakeppni þurfa nemendur að vera að minnsta kosti þrír saman í hóp og ekki fleiri en fimm talsins.
Skráning er hafin hjá kennurum en henni lýkur miðvikudaginn 15. október.
DanceOff Dansbikar 2014 fer fram laugardaginn 1.nóvember.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu:
http://dansstudioworldclass.is/danceoff-dansbikar/#!
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-10-07 11:18:492014-10-07 11:18:49DanceOff Dansbikar 1. nóvember í Tjarnarbíó
Þriðjudaginn 23. september síðast liðinn voru nokkrir af kennurum skólans ráðnir til þess að dansa í nýju myndbandi, hins ástsæla írska söngvara, Damien Rice. Lag hans “The Blower’s Daughter” hefur löngum átt miklum vinsældum að fagna og heyrist enn á öldum ljósvakans.
Ný plata er væntanleg frá honum seint í byrjun næsta árs og á umrætt myndband að fylgja einu af lögunum eftir. Myndbandið var tekið upp í Bláa Lóninu og spila dansararnir stórt hlutverk í þessu mjög listræna verkefni. Voru þeir málaðir svartir frá toppi til táar og áttu í miklum hlutverkaleik, sem þeir skiluðu í gegnum dansformið. Damien var hæstánægður með frammistöðu þeirra og var mikið fjör á tökustað. Þeir kennarar sem dönsuðu í myndbandinu eru þær Bergdís Rún Jónasdóttir, Dóra Júlía Agnarsdóttir, Snædís Anna Valdimarsdóttir og Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Katrín Eyjólfsdóttir sem hefur einnig starfað sem kennari hjá skólanum var auk þess ráðin í verkefnið ásamt dönsurunum Ellen Margrét Bæhrenz og Þórey Birgisdóttir.
Myndbandið er væntanlegt í lok þessa árs, til stuðnings á einu af fyrstu útgefnu lögum plötunnar. Myndbandið mun birtast á heimsvísu og hlökkum við mikið til þess að sjá það birt.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-10-02 15:09:502014-10-02 15:09:50Kennarar í nýju myndbandi Damien Rice
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að barnasýningin, Ævintýri í Latabæ, er nú sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Um umfangsmikla sýningu er að ræða og hefur hún fengið lof gagnrýnenda að undanförnu. Söng- og dansnúmer eru fjölmörg og af alls kyns toga. Þar er farið inn á marga mismunandi dansstíla í takt við tónlist sem samin er af Mána Svavarssyni, tónlistarhöfundi Latabæjar. Sýningunni er leikstýrt af Magnúsi Scheving og Rúnari Frey Gíslasyni.
Þetta verkefni stendur okkur nærri þar sem tveir af kennurum skólans og þrír af nemendum skólans taka þátt í sýningunni. Þar að auki er Stella Rósenkranz, deildarstjóri skólans, danshöfundur sýningarinnar. En Stella hefur starfað sem danshöfundur Latabæjar frá árinu 2011. Kennarar og nemendur skólans eru í hlutverki dansara en eru það kennararnir Jóna Kristín Benediktsdóttir og Katrín Eyjólfsdóttir sem um ræðir. Jóna Kristín er fastur kennari á haustönn en Katrín er við afleysingar þessa önnina. Nemendur skólans eru þau Jasmín Dúfa Pitt, Hilmar Steinn Gunnarsson og nýr nemendi skólans, Brynjar Dagur Albertsson. Þess ber að geta að Jasmín deilir hlutverki Sollu Stirðu með frænku sinni Melkorku Davíðsdóttur Pitt og fer með það hlutverk þegar svo ber undir.
Skólinn leggur mikið upp úr því að bjóða upp á tækifæri fyrir dansara skólans og erum við stolt af því að bæði kennarar og nemendur skólans taka þátt í þessu metnaðarfulla og flotta verkefni.
[/vc_column_text][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2434,2435,2437,2438,2439″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Hér má sjá myndir af dönsurum í ferlinu“][/vc_column][/vc_row]
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-10-01 12:55:232014-10-01 12:55:23Kennarar og nemendur dansandi í Latabæ
Það gleður okkur að tilkynna að Dansstúdíó World Class hefur farið í samstarf við Fimleikasamband Íslands varðandi Opnunarhátíð á Evrópumóti í hópfimleikum sem haldið er hér á Íslandi, dagana 15.-18. október. Mótið er einn stærsti íþróttaviðburður sem hefur verið haldinn hér á landi. Óskað er eftir þátttöku þeirra nemenda dansskólans í aldurshópum 13-15 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt í opnunarhátíð mótsins. Fer hún fram miðvikudaginn 15. október kl.17.00.
Dansskólinn miðar að því að bjóða upp á eftirsótt og skemmtileg dansverkefni fyrir nemendur okkar. Þetta er því frábært tækifæri fyrir áhugasama dansara skólans. Opnunarhátíð Evrópumótsins er stórt og viðamikið verkefni með yfir 300 þátttakendur, bæði fimleikafólk, samkvæmisdansarara, parkour iðkendur og núna dansara frá dansskólanum okkar. Þarna fléttast saman fimleikar í dýnustökkum, dans, parkour stökk og samkvæmisdans í mikilli ljósadýrð sem keyrt er af starfsmönnum Exton, hljóð- og ljósaleigu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og leggja mikinn metnað í verkefnið.
Þeir nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu skrá sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið: dwc@worldclass.is, með neðangreindum upplýsingum:
Fullt nafn nemanda
Símanúmer nemanda
Netfang nemanda
Nafn foreldris
Símanúmer foreldris
Netfang foreldris
Athugið: Senda þarf inn skráning fyrir fimmtudaginn 2. október.
Fyrir áhugasama þá er allt um mótið að finna á heimasíðu þeirra:
http://teamgym2014.is
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-09-30 15:55:552014-09-30 15:55:55Samstarf við Fimleikasamband Íslands
Við vekjum athygli á opnum prufutímum í fyrstu viku okkar á haustönn. Vikuna 8. – 13. september geta því allir áhugasamir dansarar komið ókeypis í tíma til okkar og kynnt sér starfsemina. Til þess að geta nýtt þér þessa tíma þarftu að skrá þig hjá okkur. Það gerirðu með því að senda okkur póst á netfangið: dwc@worldclass.is.
Eins viljum við vekja athygli á því að ekki er hægt að tryggja sér pláss nema með skráningu. Skráning gengur ekki í gegn nema gegn greiðslu og það er útlit fyrir að margir af danshópum okkar verði orðnir fullir fyrir helgi. Því hvetjum við dansþyrsta nemendur okkar sem ætla sér að hefja dansnám á vorönn að ganga frá skráningu hið fyrsta svo þið komist örugglega að og getið verið með okkur á vorönn.
Við tökum vel á móti öllum dönsurum í næstu viku, bæði nýnemum og núverandi nemendum.
Jólasýning í Austurbæ
Jólasýning skólans fer nú fram í annað sinn en í ár mun sýningin fara fram í Austurbæ við Snorrabraut. Allir nemendur skólans munu koma fram og sýna afrakstur haustannar á sviði leikhússins. Sýningin mun fara fram sunnudaginn 30. nóvember og það í tveimur hlutum. Er það gert til þess að halda sýningunni í styttra lagi. Auk þess er það gert til þess að allir foreldrar, ættingjar og vinir geta komið og notið sýningarinnar og nemendur notið sín með nóg pláss baksviðs. Einungis þrjár vikur eru eftir af haustönnog eru allir hópar að vinna að atriðum sínum sem stendur. Mikil eftirvænting ríkir í hópunum og hlökkum við til þess að hringja inn jólin með ykkur, dansfjölskyldunni okkar, þennan síðasta sunnudag í nóvember mánuði.
Nánari upplýsingar um allt skipulag er varðar sýninguna er væntanlegt hér á heimasíðu okkar í næstu viku.
Fleiri myndir frá Danceoff Dansbikar
Fleiri myndir eru nú komnar hér inn á heimasíðu og inn á Facebook síðu skólans frá Danceoff Dansbikarkeppninni. Keppnin fór fram þann 1.nóvember í Tjarnarbíó við Tjarnargötu. Fór hún fram í tveimur hlutum og fóru þeir báðir fram fyrir fullu húsi yfir daginn. Yfir 130 nemendur skólans tóku þátt að þessu sinni og er keppnin því hin stærsta til þessa. Voru það ljósmyndararnir Ásta Sif, astasif.com, og Rakel Tómasdóttir, rakeltomas.com, sem sáu um myndatöku yfir daginn.
Fleiri myndir eru væntanlegar út vikuna og munum við að sjálfsögðu uppfæra heimasíðu og Facebook síðu skólans.
Myndirnar má sjá hér á heimasíðu með því að klikka á þennan link:
http://dansstudioworldclass.is/myndir/#!
Myndir og úrslit frá DanceOff Dansbikar
[vc_row][vc_column][vc_column_text]
Danceoff Dansbikar fór fram í fjórða skipti um síðustu helgi. 135 nemendur dansskólans tóku þátt að þessu sinni og heppnaðist dagurinn með eindæmum vel. Gleði skein úr andliti allra keppenda yfir daginn en fór keppni fram í tveimur hlutum. Nemendur í flokki 10-12 ára hófu leika um morguninn og fór síðan keppni fram í aldursflokkum 7-9 ára og 13-15 ára eftir hádegi.
Framfarir voru greinilegar hjá nemendum og atriðin eins misjöfn og þau voru mörg. Hæfileikaríkir nemendur sýndu dansa sína með frjálsri aðferð og komu dómurum oftar en ekki í opna skjöldu með þroskaðri nálgun sinni að dansinum. Dómnefnd skipuðu þær Kara Hergils Valdemarsdóttir, Nanna Árnadóttir og Sandra Björg Helgadóttir. Formaður dómnefndar var Stella Rósenkranz, deildarstjóri skólans. Dómarar sammældumst um það eftir keppni í báðum hlutum, að valið hafið verið erfitt á milli einstaklinga og hópa og gaman að sjá framþróun dansins innan skólans. Kennarar eru í skýjunum með sína nemendur og eru strax farnir að hlakka til næstu keppni að ári.
Hér að neðan má sjá úrslit keppninnar:
EINSTAKLINGSKEPPNI
Aldursflokkur 7-9 ára
1. sæti – Þórunn Gunnarsdóttir
2. sæti – Karen Emma Þórisdóttir
3. sæti – Aníta Rós Valsdóttir
Aldursflokkur 10-12 ára
1. sæti – Birna Hlín Hafþórsdóttir
2. sæti – Andrea Rut Friðriksdóttir
3. sæti – Eydís Jansen
Aldursflokkur 13-15 ára
1. sæti – Arna Björk Þórsdóttir
2. sæti – Jenný Jónsdóttir
3. sæti – Andrea Marín Andrésdóttir
HÓPAKEPPNI
Aldursflokkur 7-9 ára
1. sæti – Koss
Hópinn skipa þær:
Kolfinna Georgsdóttir
Sigrún Tinna Atladóttir
Sóley Jóhannesdóttir
2. sæti – Tígrisdýr
Hópinn skipa þær:
Iðunn H. Aldan Katrínardóttir
Kara Run Hansen
Kolbrún Arna Káradóttir
Nadía Mýr Gísladóttir
3. sæti – Leðurblökurnar
Hópinn skipa þær:
Erika Styrmisdóttir
Kamilla Stjarna Skúladóttir
Kristjana Birna Kjartansdóttir
Aldursflokkur 10-12 ára
1. sæti – Dollies
Hópinn skipa þær:
Alísa Helga Svansdóttir
Áshildur Þóra Heimisdóttir
Birta Lind Ragnarsdóttir
Brynja María Vilhjálmsdóttir
Jódís Fjóla Rúnarsdóttir
2. sæti – Mini Mix
Anna Lísa Hallsdóttir
Brynja Anderiman
3. sæti – The Freaks
Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Íris Anna
Telma Dröfn Jónsdóttir
Aldursflokkur 13-15 ára
1. sæti – ASK
Hópinn skipa þær:
Arna Björk Þórsdóttir
Karen Benediktsdóttir
Snædís Sól Harðardóttir
2. sæti – Secrets.
Hópinn skipa þær:
Katrín Agnes Ellertsdóttir
Helena Bjartmars Toddsdóttir
Sóley Hólm Jónsdóttir
Sæunn Erla Árnadóttir
3. sæti – 3 Fantastic
Hópinn skipa þær:
Eydís Jansen
Íris Birna Arnarsdóttir
Tinna Maren Jóhannsdóttir
Hér að neðan má sjá fyrstu myndir frá deginum en fleiri myndir eru væntanlegar seinna í vikunni.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2565,2564,2559,2560,2561,2562,2558,2556,2555,2554,2553,2552,2551,2547,2548,2550,2549,2546,2545,2544,2543,2539,2540,2541,2542,2538,2537,2536,2535,2531,2532,2533,2534,2530,2529,2528,2527,2523,2524,2525,2526,2522,2521,2520,2519,2515,2516,2517,2518,2514,2513,2512,2511,2507,2508,2509,2510,2506,2505,2504″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Baksviðs á Danceoff Dansbikar 2014″][/vc_column][/vc_row]
Danceoff dansbikar á laugardaginn
DanceOff dansbikarkeppnin fer fram á laugardaginn kemur, þann 1. nóvember, í Tjarnarbíó. Keppnin er hin stærsta til þessa en 132 nemendur eru skráðir til þátttöku. 26 í einstaklingskeppni og 106 í hópakeppni eða samtals 32 hópar. Þar af leiðandi hefur keppni verið skipt upp í tvo hluta. Fyrri hluti fer fram kl.11.00 en þá fer keppni fram í aldursflokki 10-12 ára. Seinni hluti fer fram kl.14.30 og er keppt í aldursflokkum 7-9 ára og 13-15 ára.
Við hvetjum nemendur til þess að mæta með hollt og gott nesti með sér til þess að halda orkunni uppi og líkamanum í jafnvægi fyrir og eftir keppnina. Eins að mæta með vatnsbrúsa. Vatn er mikilvægt á svona degi.
MÆTING
Keppendur í fyrri hluta mæta kl.09.00 og keppendur í seinni hluta kl.12.30. Tvær klukkustundir eru áætlaðar í hvorum hluta í sameiginlega upphitun fyrir nemendur, kynna reglur til leiks og renna yfir öll keppnisatriði á svokallaðri generalprufu.
Húsið opnar hálftíma fyrir hvorn hluta, þ.e. kl.10.30 í fyrri hluta og kl.14.00 í seinni hluta.
Miðaverð er 1000 kr. og er eingöngu selt inn við hurð. Frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri.
Verðlaunafhending fer fram beint eftir keppni í hvorum hluta fyrir sig. 90 mínútur eru áætlaðar í hvorn keppnishluta.
Viðburðurinn er opinn öllum og hvetjum við fjölskyldur og vini til þess að mæta og njóta þess að horfa á þessar rísandi dansstjörnur sýna hæfileika sína. Það tekur kjark, vilja og elju að semja sína eigin dansrútínu og flytja fyrir áhorfendur á keppni sem þessari. Kennarar eru stoltir af sínum nemendum og við hlökkum mikið til að sjá atriði allra keppenda á laugardag.
Gestavika
Þessa vikuna fer fram gestavika innan skólans en þá fá allir danshópar annan kennara en fastan kennara sinn í danstíma. Tilgangur vikunnar er að kynna nemendur fyrir enn fleiri dansstílum og öðrum kennsluaðferðum. Fjölhæfni er mikilvægur þáttur fyrir alla dansarara og er nauðsynlegt að nemendur kynnist fleiri en einni nálgun að tækniæfingum og danssporum. Kennarar skólans flytja sig um danshópa og miðla þekkingu sinni til annarra nemenda. Þetta er jákvæð þróun á starfsemi skólans og hefur ríkt mikil ánægja meðal nemenda með þetta fyrirkomulag. Það verður því gaman að fylgjast með danstímunum í þessari viku.
DanceOff Dansbikar 1. nóvember í Tjarnarbíó
DANCEOFF er dansbikarkeppni sem fer fram í Tjarnarbíó á haustönn. Fyrsta keppnin fór fram árið 2012 þar sem troðfullt var út úr húsi og hefur verið árlegur viðburður síðan.
Markmiðið með keppninni er að hvetja nemendur til þess að koma fram með sinn eigin dansstíl. Keppnin er nú orðinn fastur viðburður innan skólans og mun fara fram í fjórða sinn núna í haust. Á síðasta ári tóku yfir 100 nemendur skólans þátt og sýndu listir sínar fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó.
Danceoff Dansbikar skiptist í tvo flokka, einstaklings- og hópakeppni. Keppni er aldursskipt í báðum flokkum og er keppt til verðlauna. Nemendur sýna frumsaminn dans og sjá alfarið um alla þá þætti sem snúa að því að sýna opinberlega fullbúið dansatriði. Hér er átt við alla umgjörð dansatriðisins, s.s. hugmyndavinnu, tónlist, búningahönnun og að semja og setja saman dansrútínuna. Með þessu móti öðlast nemendur aukinn þroska sem listamenn og dansarar og víkka sjóndeildarhringinn með því að dansa sína eigin sköpun og fara sínar eigin leiðir í ferlinu.
Nemendum er leyfilegt að taka þátt í báðum flokkum, þ.e. í einstaklingskeppni og svo einnig sem partur af hóp í hópakeppni. Til þess að taka þátt í hópakeppni þurfa nemendur að vera að minnsta kosti þrír saman í hóp og ekki fleiri en fimm talsins.
Skráning er hafin hjá kennurum en henni lýkur miðvikudaginn 15. október.
DanceOff Dansbikar 2014 fer fram laugardaginn 1.nóvember.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu:
http://dansstudioworldclass.is/danceoff-dansbikar/#!
Kennarar í nýju myndbandi Damien Rice
Þriðjudaginn 23. september síðast liðinn voru nokkrir af kennurum skólans ráðnir til þess að dansa í nýju myndbandi, hins ástsæla írska söngvara, Damien Rice. Lag hans “The Blower’s Daughter” hefur löngum átt miklum vinsældum að fagna og heyrist enn á öldum ljósvakans.
Ný plata er væntanleg frá honum seint í byrjun næsta árs og á umrætt myndband að fylgja einu af lögunum eftir. Myndbandið var tekið upp í Bláa Lóninu og spila dansararnir stórt hlutverk í þessu mjög listræna verkefni. Voru þeir málaðir svartir frá toppi til táar og áttu í miklum hlutverkaleik, sem þeir skiluðu í gegnum dansformið. Damien var hæstánægður með frammistöðu þeirra og var mikið fjör á tökustað. Þeir kennarar sem dönsuðu í myndbandinu eru þær Bergdís Rún Jónasdóttir, Dóra Júlía Agnarsdóttir, Snædís Anna Valdimarsdóttir og Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Katrín Eyjólfsdóttir sem hefur einnig starfað sem kennari hjá skólanum var auk þess ráðin í verkefnið ásamt dönsurunum Ellen Margrét Bæhrenz og Þórey Birgisdóttir.
Myndbandið er væntanlegt í lok þessa árs, til stuðnings á einu af fyrstu útgefnu lögum plötunnar. Myndbandið mun birtast á heimsvísu og hlökkum við mikið til þess að sjá það birt.
Kennarar og nemendur dansandi í Latabæ
[vc_row][vc_column][vc_column_text]
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að barnasýningin, Ævintýri í Latabæ, er nú sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Um umfangsmikla sýningu er að ræða og hefur hún fengið lof gagnrýnenda að undanförnu. Söng- og dansnúmer eru fjölmörg og af alls kyns toga. Þar er farið inn á marga mismunandi dansstíla í takt við tónlist sem samin er af Mána Svavarssyni, tónlistarhöfundi Latabæjar. Sýningunni er leikstýrt af Magnúsi Scheving og Rúnari Frey Gíslasyni.
Þetta verkefni stendur okkur nærri þar sem tveir af kennurum skólans og þrír af nemendum skólans taka þátt í sýningunni. Þar að auki er Stella Rósenkranz, deildarstjóri skólans, danshöfundur sýningarinnar. En Stella hefur starfað sem danshöfundur Latabæjar frá árinu 2011. Kennarar og nemendur skólans eru í hlutverki dansara en eru það kennararnir Jóna Kristín Benediktsdóttir og Katrín Eyjólfsdóttir sem um ræðir. Jóna Kristín er fastur kennari á haustönn en Katrín er við afleysingar þessa önnina. Nemendur skólans eru þau Jasmín Dúfa Pitt, Hilmar Steinn Gunnarsson og nýr nemendi skólans, Brynjar Dagur Albertsson. Þess ber að geta að Jasmín deilir hlutverki Sollu Stirðu með frænku sinni Melkorku Davíðsdóttur Pitt og fer með það hlutverk þegar svo ber undir.
Skólinn leggur mikið upp úr því að bjóða upp á tækifæri fyrir dansara skólans og erum við stolt af því að bæði kennarar og nemendur skólans taka þátt í þessu metnaðarfulla og flotta verkefni.
[/vc_column_text][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2434,2435,2437,2438,2439″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Hér má sjá myndir af dönsurum í ferlinu“][/vc_column][/vc_row]
Samstarf við Fimleikasamband Íslands
Það gleður okkur að tilkynna að Dansstúdíó World Class hefur farið í samstarf við Fimleikasamband Íslands varðandi Opnunarhátíð á Evrópumóti í hópfimleikum sem haldið er hér á Íslandi, dagana 15.-18. október. Mótið er einn stærsti íþróttaviðburður sem hefur verið haldinn hér á landi. Óskað er eftir þátttöku þeirra nemenda dansskólans í aldurshópum 13-15 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt í opnunarhátíð mótsins. Fer hún fram miðvikudaginn 15. október kl.17.00.
Dansskólinn miðar að því að bjóða upp á eftirsótt og skemmtileg dansverkefni fyrir nemendur okkar. Þetta er því frábært tækifæri fyrir áhugasama dansara skólans. Opnunarhátíð Evrópumótsins er stórt og viðamikið verkefni með yfir 300 þátttakendur, bæði fimleikafólk, samkvæmisdansarara, parkour iðkendur og núna dansara frá dansskólanum okkar. Þarna fléttast saman fimleikar í dýnustökkum, dans, parkour stökk og samkvæmisdans í mikilli ljósadýrð sem keyrt er af starfsmönnum Exton, hljóð- og ljósaleigu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og leggja mikinn metnað í verkefnið.
Þeir nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu skrá sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið: dwc@worldclass.is, með neðangreindum upplýsingum:
Fullt nafn nemanda
Símanúmer nemanda
Netfang nemanda
Nafn foreldris
Símanúmer foreldris
Netfang foreldris
Athugið: Senda þarf inn skráning fyrir fimmtudaginn 2. október.
Fyrir áhugasama þá er allt um mótið að finna á heimasíðu þeirra:
http://teamgym2014.is
Prufutímar
Við vekjum athygli á opnum prufutímum í fyrstu viku okkar á haustönn. Vikuna 8. – 13. september geta því allir áhugasamir dansarar komið ókeypis í tíma til okkar og kynnt sér starfsemina. Til þess að geta nýtt þér þessa tíma þarftu að skrá þig hjá okkur. Það gerirðu með því að senda okkur póst á netfangið: dwc@worldclass.is.
Eins viljum við vekja athygli á því að ekki er hægt að tryggja sér pláss nema með skráningu. Skráning gengur ekki í gegn nema gegn greiðslu og það er útlit fyrir að margir af danshópum okkar verði orðnir fullir fyrir helgi. Því hvetjum við dansþyrsta nemendur okkar sem ætla sér að hefja dansnám á vorönn að ganga frá skráningu hið fyrsta svo þið komist örugglega að og getið verið með okkur á vorönn.
Við tökum vel á móti öllum dönsurum í næstu viku, bæði nýnemum og núverandi nemendum.
Sjáumst í danstíma!