Skráning aldrei meiri

Skráning á haustönn er í fullum gangi og er óhætt að fullyrða að hún hafi aldrei farið jafn vel af stað. Einhverjir hópar munu fyllast fyrir helgi og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að hefja dansnám við skólann til þess að tryggja sér pláss hið fyrsta. Allir danshópar takmarkast við ákveðinn nemendafjölda og því er ekki hægt að ganga að því vísu að enn verði laus pláss eftir helgi. Það er spennandi dansár framundan og hlakka kennarar skólans til að taka á móti nýnemum sem og öðrum föstum nemendum skólans í næstu viku.

Allar upplýsingar um danshópa og starfsemi skólans er að finna hér á síðunni. Ef einhverjum fyrirspurnum er ósvarað þá hvetjum við alla til þess að hafa samband við okkur á netfangið dwc@worldclass.is.

Árleg myndataka skólans

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“2378″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Það er árlegur viðburður innan dansskólans að efla til myndatöku á haustin. Stefna skólans er að gera nemendur sýnilega í öllu kynningarefni fyrir dansnámið. Á hverju ári taka nokkrir nemendur þátt í þessu verkefni með okkur og er alltaf um æðislega skemmtilegan dag að ræða. Nemendum gefst þá tækifæri á að hitta nemendur í öðrum danshópum sem og nemendur sem sækja danstíma í öðrum stöðvum en þeir sjálfir. Frábær stemmning skapast því á tökustað þar sem nemendur og foreldrar njóta félagsskaps hvers annars og dansfjölskyldan okkar verður sterkari fyrir vikið.

Hér að neðan má bæði sjá þessar frábæru myndir úr myndatökunni sem og myndbrot sem sýnir hvað fer fram á bakvið tjöldin á tökustað.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2361,2362,2367,2366,2365,2364,2363,2369,2368,2370,2371,2372,2377,2376,2413,2412,2411,2410,2409,2408,2407,2406,2405,2404,2403,2416,2395″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_separator][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_separator][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Justin Timberlake leikur

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Í tilefni af því að Justin Timberlake, poppstjarna og dansari, er á leið til landsins þá höfum við hjá dansskólanum eflt til sérstaks „JT leiks“. Ástæðan er einfaldlega sú að hér er um frábæra dansskemmtun að ræða.

Leikurinn snýst einfaldlega um það að smella „læki“ á Like síðu skólans á Facebook, deila myndinni sem þar er að finna og tag-a þann sem þú myndir bjóða mér þér á tónleikana. Einn heppinn þátttakandi verður dreginn út í hádeginu á laugardaginn kemur, þann 23. ágúst. Í boði eru 2 miðar í stúku á stórtónleikana í Kórnum í Kópavogi, sunnudaginn 24. ágúst. Það er því til mikils að vinna.

Myndina sem á að deila er að finna hér að neðan:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við hvetjum alla nemendur okkar, fjölskyldu, vini eða ættingja til þess að taka þátt í leiknum og freista gæfunnar. Sjón er sögu ríkari og getum við lofað frábærri skemmtun.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_facebook type=“standard“][/vc_column][/vc_row]

Spennandi haustönn framundan

Það er spennandi önn framundan hjá dansskólanum og hefst haustönn formlega þann 8. september næst komandi. Skólinn hefur stækkað ört á síðustu misserum og er hann nú annars stærsti skólinn á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn skólans eru stoltir af því og þeim framförum sem nemendur okkar hafa tekið að undanförnu. Því ríkir mikil eftirvænting eftir því að hefja dansnámið af fullum krafti að nýju.

Haustönn 2013 innleiddum við nýja kennsluskrá sem er að erlendri fyrirmynd en allir danshópar fá nú til sín gestakennara í tvær vikur á tímabilinu. Gestakennarar koma inn í alla hópa og kenna aðra dansstíla en fastir kennarar einblína á og veita nemendum innsýn og kennslu í þeim fræðum sem tengjast viðkomandi stíl. Þannig eykst fjölbreytni nemenda og dýpkar skilning þeirra á líkamanum og virkni hans í senn. Nemendur og foreldrar voru hæstánægðir með þetta skipulag síðasta haust og er það mikið ánægjuefni fyrir aðstandendur og skipuleggjendur skólans.

Á haustönn fara ávallt fram tveir stórir viðburðir innan skólans en það er dansbikarkeppnin DanceOff, Jólaballið og að sjálfsögðu myndbandið Jólakveðjan sem tekin er upp í tengslum við Jólaballið í lok annarinnar. Auk þess er um aðra minni viðburði að ræða og verða þeir auglýstir þegar nær dregur.

Tilhlökkun og eftirvænting er mikil og er skráning hafin hér á heimasíðu og í næstu World Class stöð. Við hvetjum ykkur til þess að ganga frá skráningu hið fyrsta þar sem um takmarkað pláss er að ræða í hópa og getum við ekki tekið frá pláss. Biðlistar eru hins vegar opnir og til taks er hópar fyllast.

Hlökkum til að taka á mót nemendum og nýnemum í september.

Haustönn hefst 8. september

 

Við erum nú á fullu í að undirbúa komandi haustönn. Fylgist með hér á síðunni um miðjan ágúst. Formleg skráning hefst 21. ágúst.

Frí 1. maí

 

 

Í dag, 1. maí, fara engir danstímar fram samkvæmt stundatöflu. World Class stöðvar eru lokaðar og hvetjum við nemendur okkar til að njóta hækkandi sólar og tilkomu sumarsins með vinum og vandamönnum í dag. Við sjáumst svo hress í næstu viku.

Nýtt skipulag á vornámskeiði

Líkt og auglýst hefur verið stóð til að fá erlendan gestakennara til þess að sjá um hluta af kennslu á vornámskeiði skólans. Okkur þykir miður að tilkynna að sökum óviðráðanlegra aðstæðna mun Kameron Bink ekki koma til landsins eins og fyrirhugað var. Þetta varð okkur ljóst seint í gærkvöldi og eru bæði skólinn og Kameron miður sín yfir því að svona hafi farið. Það kemur þó ekki að sök, við höfum farið í breytingar á skipulagi, snúið aðstæðum í tækifæri og sett upp nýja dagskrá.

Dansskólinn mun innleiða nýtt skipulag í kennsluskrá. Skipulag sem löngum hefur staðið til að innleiða og á sér fyrirmynd í dansskólum um allan heim. Hörfum við þá frá því skipulagi að halda föstum kennara á danshóp og munu kennarar þess í stað kenna hverjum danshóp, í hverri stöð, í eina viku í senn. Þannig fær hver danshópur nýjan kennara sem sérhæfir sig í ákveðnum dansstíl í viku hverri.
Dansstílar sem kenndir verða á vornámskeiði eru Contemporary, Jazz og Modern dansar. Auk þess verða kenndir danstímar sem kallast Commercial Choreography. Það er ekki dansstíll heldur frjáls túlkun danskennara samsett í dansrútínu (choreography). Hér er dansstílum blandað saman og oftar en ekki kemur innblástur úr ákveðnum dansstílum, allt frá jazz til street dansa.
Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér á heimasíðu skólans.

Myndasería í Morgunblaðinu

Æðisleg myndasería af nemendasýningu skólans birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn. Það er enginn annar en ljósmyndameistarinn Árni Sæberg, ljósmyndari hjá Morgunblaðinu, sem tók myndir af nemendum okkar. Þetta er glæsileg sería sem gaman er að skoða. Endilega smellið á link-inn hér að neðan til þess að sjá umfjöllunina.

https://secure.creditinfo.is/fmvopen/ScriptData.aspx?script=3956451

Myndir af sýningu


Við höfum birt mikið af myndum frá sýningunni okkar hér á heimasíðunni og á Facebook síðu skólans á undanförnum dögum. Frábærar myndir úr hópmyndatöku af öllum hópum skólans, sem og myndir af sýningunni sjálfri.

Endilega kíkið á glæsilega nemendur okkar!

Frábærar viðtökur á Pétur Pan!

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“1638″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Árleg nemendasýning dansskólans fór fram á miðvikudaginn síðast liðinn, fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Allir nemendur, sem eru í kringum 500 talsins, sýndu listir sínar á þremur sýningum yfir daginn. Þemað í ár var Pétur Pan og var það leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem fór með sögurþráð í bundnu máli. Nokkrir af nemendum fóru með leikhlutverk við textann við mikið lof áhorfenda. Sýningar dansskólans hafa vakið mikla athygli síðustu ár fyrir frumlegheit og leikhúsvæna upplifun. Punktinn yfir sýninguna setti svo hinn ástkæri söngvari Páll Óskar er hann tók lagið á meðan nemendur komu valhoppandi og klappandi inn á svið og þökkuðu fyrir sig. Þakið ætlaði að rifna af húsinu, þvílíkt var lófatakið. Frábær dagur að enda og hlaut sýningin mikið lof áhorfenda. Gleðin skein í hverju andliti nemenda og var góð og jákvæð stemmning baksviðs allan daginn. Það er ekki hægt að biðja um meira.

Kennarar skólans eru í skýjunum með frammistöðu nemenda og eru sýningarstjórar agndofa yfir viðtökunum. Við vissum að við værum með góða sýningu í höndunum og er frábært að heyra jákvæðar viðtökur frá foreldrum, ættingjum, vinum og öðrum áhorfendum sem sóttu sýninguna. Tölvupóstum hefur ringt inn á netfang skólans þar sem foreldrar lofsama sýninguna. Okkur þykir vænt um það og þökkum við ykkur kærlega fyrir hlý orð í okkar garð. Einnig þökkum við ykkur fyrir að taka ykkur tíma og senda okkur þessa tölvupósta.

Myndir frá sýningunni verða birtar hér á síðunni eftir helgina og eru atriðin væntanleg inn á heimasíðu og á YouTube síðu skólans innan 10 daga.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“nivo“ interval=“3″ images=“1656,1645,1649,1647,1644,1651,1653,1657,1652,1650,1648,1655,1654,1646″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunni“ img_size=“880×587″][/vc_column][/vc_row]