Stella og Nanna fóru í viðtal á sjónvarpsstöðinni Bravó í gærdag. Þar ræddu þær um nemendasýningu skólans sem fer fram á morgun í Borgarleikhúsinu. Fóru yfir starfsemi skólans, ræddu Justin Timberlake og dansara hans og tilkynntu komu Kameron Bink til landsins. En hann mun vera aðalkennari á fyrsta vornámskeiði skólans sem hefst 28. apríl.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér á síðunni:
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-04-01 10:53:072014-04-01 10:53:07Viðtal á Bravó
Um helgina fer fram svokölluð, Danshelgi, í World Class í Laugum. Allir danshópar skólans sameinast á einum stað og æfa atriði sín fyrir nemendasýningu. Æfingar hefjast í dag, föstudag og standa yfir allan laugardaginn. Við búumst við mikilli stemmningu innanhúss og hlökkum til að fínstilla atriðin.
Skipulag er eftirfarandi:
FÖSTUDAGUR
Kl.17.00-18.45
Salur 3 – 13-15 ára Seltjarnarnes
Salur 4 – 13-15 ára Lugar
Kl.18.15-19.30
Salur 3 – 13-15 ára Ögurhvarf
Salur 4 – 13-15 ára Egilshöll
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari, mun sjá um kynningar á sýningunni okkar í ár. Hann er best þekktur fyrir leik sinn í íslensku kvikmyndinni Svartur Á Leik en gagnrýnendur hafa lofað hann fyrir frábæra frammistöðu í myndinni. Þessa dagana fer hann með aðalhlutverk í sýningunni, Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin hefur hlotið lof gagnrýnenda og hvetjum við alla til þess að kíkja á sýninguna.
Við minnum á að miðasala er hafin en hún fer fram á midi.is og í afgreiðslu Borgarleikhússins í s. 568 8000.
Miðasala er hafin á nemendasýningu dansskólans sem fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins, miðvikudaginn 2. apríl, næst komandi.
Miða er hægt að nálgast á midi.is, undir nafninu Pétur Pan, og í miðasölu Borgarleikhússins í s. 568 8000. Miðaverð á sýninguna er 2.400 kr.
Eins og fram hefur komið í fyrri fréttabréfum þá hefur skólinn tekinn mikinn vaxtarkipp á þessari önn og því búumst við góðri aðsókn á sýninguna. Undanfarin ár hefur verið uppselt á báðar sýningar og búumst við ekki við öðru í ár. Við hvetjum ykkur til þess að tryggja ykkur miða hið fyrsta. Ástæðan er sú að við viljum eiga kost á því að bæta þriðju sýningunni við, ef þess þarf. Þetta er uppskeruhátíð skólans og jafnframt fjölskyldudagur. Við viljum geta tekið á móti öllum þeim sem vilja samgleðjast okkur og eyða deginum í leikhúsinu að njóta afrakstur vorannar.
Því biðlum við til ykkar, kæru foreldrar, vinir og fjölskylda um að aðstoða okkur. Það gerið þið með því að tryggja ykkur miða hið fyrsta svo við getum gert viðeigandi ráðstafanir ef þess þarf.
Árleg nemendasýning dansskólans fer fram í Borgarleikhúsinu á vorönn. Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins í lok vorannar og sýna listir sínar. Allir nemendur skólans þátt í að setja upp glæsilega sýningu sem er þematengd og færir dansæfingarnar í danssal yfir á stórt og viðamikið svið.
DANSSKÓLINN ÞEKKTUR FYRIR GLÆSILEG SÝNINGAR
Dansskólinn er löngum orðinn þekktur fyrir nemendasýningar sínar en þar er skólinn í sérflokki. Dansstúdíó World Class er eini dansskólinn sem virkilega tvinnar saman leik og dans í árlegum uppfærslum sínum. Gestir á sýningum skólans hafa líkt þeim við leikhúsuppfærslur og verið í hæstánægð í lok hverrar sýningar. Fyrsta nemendasýning skólans í Borgarleikhúsinu var árið 2008 og hafa uppfærslur okkar farið fram þar í húsi alla daga síðan. Sýningin stækkar í sniðum með hverju ári sem líður og kennarar skólans setja ekkert þak á sköpunarþörfina og ímyndunaraflið þegar líða tekur að undirbúningi sýningar. Mikið er lagt upp úr hverju atriði sem og búningum, lagavali og útliti sýningar. Markmiðið með sýningunni er að allir hafi gaman af og fái reynslu af sviðsframkomu.
UM PÉTUR PAN
Í ár höfum við ákveðið að setja upp sýningu byggða á ævintýrum Péturs Pan í Hvergilandi. Teiknimyndin um Pétur Pan, úr smiðju Walt Disney, er börnum landsins ekki ókunn enda víðfræg saga með fallegan boðskap. En sagan af töfradrengnum síunga Pétri Pan er löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Saga hans hefur komið út í ótal útgáfum, leikgerðum, söngleikum, teiknimyndum og bíómyndum. Pétur Pan býr í Hvergilandi þar sem tíminn líður ekki og því heldur hann eilífri æsku sinni. Pétur Pan fer fyrir hópi stráka sem kalla sig Týndu drengina og þeir eiga engan að nema hann. Pétur Pan getur heimsótt mannheima að vild og ferðast þá venjulega í samfloti með litlum álfi sem heitir Skellibjalla. Á einu ferðalagi sínu hittir hann fyrir Vöndu og bræður hennar og ævintýrið vindur upp á sig.
Við hlökkum mikið til þessarar uppsetningar og er undirbúningur strax hafinn af krafti. Sýningin mun líkt og fyrri ár gera dansinum hátt undir höfði með glæsilegum atriðum sem nemendur munu æfa upp ásamt kennara sínum á vorönn. Við sameinumst svo öll í Borgarleikhúsinu á gæfuríkum degi og njótum afraksturs vetrarins.
SÝNINGARDAGUR
Um tvær sýningar er að ræða og fara þær báðar fram miðvikudaginn 2. apríl. Tímasetningar auglýstar síðar.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-02-25 17:11:332014-02-25 17:11:33Pétur Pan þema á nemendasýningu
Mikið fjör hefur verið í dansstímum fyrstu vikurnar og ekki leynir gleðin sér á meðal nemenda. Danshópar okkar eru vel sóttir og líkt og áður hefur fram komið hér á síðunni, þá er eftirspurn umfram framboð í nokkra danshópa. Við erum ótrúlega heppin með nemendur sem eru áhugasamir og metnaðarfullir og eru strax farnir að taka framförum. Við hlökkum því til að eyða næstu vikum í skemmtilegum danstímum þar sem há markmið eru sett og þeim náð.
Við höfum birt mikið af skemmtilegum myndum úr danstímum á Instagram og Facebook síðu skólans undanfarið og má sjá nokkrar þeirra, hér að neðan.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-02-07 14:25:172014-02-07 14:25:17Fjör í danstímum
Mikill uppgangur er í starfsemi skólans og sýndi það sig í síðustu viku eða fyrstu viku vorannar. Skráning í prufutíma hefur aldrei verið meiri og fór eftirspurn eftir dansnámi fram úr framboði í nokkrum hópum skólans. Hópar fylltust strax í fyrsta tíma og náðu því miður ekki allir dansþyrstir dansarar að tryggja sér pláss í tíma. Starfsmenn skólans fundu þó lausn á því og höfum við komið því þannig fyrir að við getum tekið við öllum áhugasömum nýnemum. Verið er að vinna í því í þessari viku.
Mikil gleði ríkti í tímum síðustu viku og var hún í raun svo mikil að enn erum við að fá fyrirspurnir varðandi laus pláss í danshópa okkar. Við hlökkum mikið til að hefja dansviku tvö en fyrstu tímar fara fram í dag kl.15.30.
Hér að neðan má sjá svipmyndir úr danstímum síðustu viku en þær birtust reglulega á Facebook og Instagram síðum skólans.
Fyrsti valtími annarinnar fer fram í dag, föstudag, kl.17.00-18.00 í World Class í Laugum. Modern og Contemporary heitir tíminn og er ætlaður þeim nemendum sem vilja auka við þekkingu sína á sviði tækniæfinga og samsetningu á dansrútínum (choreography).
Mikill áhugi er fyrir tímanum á meðal nemenda skólans og búumst við við því að sjá marga af nemendum okkar í tímanum í dag. Sérstakt skráningartilboð verður á tímanum yfir helgina en verð fyrir nemendur sem skrá sig fyrir mánudaginn 20. janúar er 5.900 kr. Fullt námskeiðverð er 7.900 kr.
Opinn prufutími verður í dag og hvetjum við alla dansþyrsta dansara til þess að mæta og kynna sér tímann.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-01-17 13:44:042014-01-17 13:44:04Opinn valtími í dag
Við vekjum athygli á opnum prufutímum í fyrstu viku okkar á vorönn. Vikuna 13. – 18. janúar geta því allir áhugasamir dansarar komið ókeypis í tíma til okkar og kynnt sér starfsemina. Til þess að geta nýtt þér þessa tíma þarftu að skrá þig hjá okkur. Það gerirðu með því að senda okkur póst á netfangið: dwc@worldclass.is.
Eins viljum við vekja athygli á því að ekki er hægt að tryggja sér pláss nema með skráningu. Skráning gengur ekki í gegn nema gegn greiðslu og það er útlit fyrir að margir af danshópum okkar verði orðnir fullir fyrir helgi. Því hvetjum við dansþyrsta nemendur okkar sem ætla sér að hefja dansnám á vorönn að ganga frá skráningu hið fyrsta svo þið komist örugglega að og getið verið með okkur á vorönn.
Við tökum vel á móti öllum dönsurum í næstu viku, bæði nýnemum og núverandi nemendum.
Við bjóðum í fyrsta skipti upp á valtíma fyrir dansþyrsta nemendur okkar. Nú gefst nemendum dansskólans tækifæri til þess að bæta við sig þriðja tímanum í viku. Valtíminn heitir Modern og Contemporary og er sérstaklega sniðinn að því að hjálpa nemendum að ná betri tökum á tækni í ákveðnum dansæfingum og styrkjast sem dansarar.
Í tímunum er farið í tækniæfingar í modern dansstílnum og aðferðafræði við samsetningu á dansrútínu.
DANSTÆKNI
Áhersla er lögð á æfingar sem bæta líkamsstöðu, líkamsburð, tækni, jafnvægi og öryggi við framkvæmd æfinga. Er þá átt við gólftækni, pirouette, hopp og stökk og jafnvægisæfingar.
Margir dansarar leiðast út í það að fara semja og skapa sínar eigin dansrútínur/kóreógrafíur með tímanum. Það er eðlileg þróun og frábært skref í þroska hvers dansara. Nemendur okkar hafa stigið þetta skref í kringum inannhúss danskeppni skólans, DANCEOFF. Nú bjóðum við loks upp á tíma sem aðstoðar dansarana okkar við fyrstu skrefin.
CHOREOGRAPHY
Farið með nemendum í aðferðafræði við samsetningu á dansrútínu. Hvernig huga þarf að flæði og samsetningu valinna dansspora. Markmiðið er að veita nemendum aukinn skilning á danssköpun og veita þeim nánari innsýn í heim danshöfundarins. Blandað er saman æfingum í gólfi, stökkum, hringjum, mjúkum og snöggum æfingum og mismunandi hraða / tempó. Mikil áhersla er einnig lögð á framkomu, tjáningu og fjölbreytileika.
Okkur hlakkar mikið til að hefja þessa tíma hjá skólanum en þeir fara fram alla föstudaga kl.17.00.
http://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.png00grehttp://www.dansstudioworldclass.is/wp-content/uploads/2017/08/dwc-logo.pnggre2014-01-08 19:15:542014-01-08 19:15:54NÝTT á vorönn
Viðtal á Bravó
Stella og Nanna fóru í viðtal á sjónvarpsstöðinni Bravó í gærdag. Þar ræddu þær um nemendasýningu skólans sem fer fram á morgun í Borgarleikhúsinu. Fóru yfir starfsemi skólans, ræddu Justin Timberlake og dansara hans og tilkynntu komu Kameron Bink til landsins. En hann mun vera aðalkennari á fyrsta vornámskeiði skólans sem hefst 28. apríl.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér á síðunni:
http://dansstudioworldclass.is/vornamskeid/
Viðtalið má sjá hér:
http://bravotv.is/stream/142
Danshelgi
Um helgina fer fram svokölluð, Danshelgi, í World Class í Laugum. Allir danshópar skólans sameinast á einum stað og æfa atriði sín fyrir nemendasýningu. Æfingar hefjast í dag, föstudag og standa yfir allan laugardaginn. Við búumst við mikilli stemmningu innanhúss og hlökkum til að fínstilla atriðin.
Skipulag er eftirfarandi:
FÖSTUDAGUR
Kl.17.00-18.45
Salur 3 – 13-15 ára Seltjarnarnes
Salur 4 – 13-15 ára Lugar
Kl.18.15-19.30
Salur 3 – 13-15 ára Ögurhvarf
Salur 4 – 13-15 ára Egilshöll
Kl.19.30-20.45
Salur 3 – 13-15 ára Mosfellsbær
Salur 4 – 16 plús Laugar
LAUGARDAGUR
Kl.8.30-9.45
Salur 3 – 7-9 ára Laugar/Nes
Kl. 8.30-9.30
Salur 4 – 7-9 ára Ögurhvarf
Kl.9.30-10.30
Salur 4 – 10-12 ára Ögurhvarf
Kl.9.45-11.00
Salur 3 – 10-12 ára Seltjarnarnes
Kl.11.30-12.25
Salur 4 – Barnadansar, 4-6 ára
Kl.12.30-13.45
Salur 3 – 10-12 ára Laugar
Salur 4 – 7-9 ára Egilshöll
Kl.13.45-15.00
Salur 3 – 7-9 ára Mosfellsbær
Salur 4 – 10-12 ára Egilshöll, hópur 1
Kl.15.00-16.15
Salur 3 – 10-12 ára Mosfellsbær, hópur 1
Salur 4 – 10-12 ára Egilshöll, hópur 2
Kl.16.15-17.30
Salur 3 – 10-12 ára Mosfellsbær, hópur 2
Salur 4 – 20 plús Laugar
Þorvaldur Davíð er kynnir
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari, mun sjá um kynningar á sýningunni okkar í ár. Hann er best þekktur fyrir leik sinn í íslensku kvikmyndinni Svartur Á Leik en gagnrýnendur hafa lofað hann fyrir frábæra frammistöðu í myndinni. Þessa dagana fer hann með aðalhlutverk í sýningunni, Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin hefur hlotið lof gagnrýnenda og hvetjum við alla til þess að kíkja á sýninguna.
Við minnum á að miðasala er hafin en hún fer fram á midi.is og í afgreiðslu Borgarleikhússins í s. 568 8000.
Sjáumst í Borgarleikhúsinu!
Miðasala hafin!
Miðasala er hafin á nemendasýningu dansskólans sem fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins, miðvikudaginn 2. apríl, næst komandi.
Miða er hægt að nálgast á midi.is, undir nafninu Pétur Pan, og í miðasölu Borgarleikhússins í s. 568 8000. Miðaverð á sýninguna er 2.400 kr.
Eins og fram hefur komið í fyrri fréttabréfum þá hefur skólinn tekinn mikinn vaxtarkipp á þessari önn og því búumst við góðri aðsókn á sýninguna. Undanfarin ár hefur verið uppselt á báðar sýningar og búumst við ekki við öðru í ár. Við hvetjum ykkur til þess að tryggja ykkur miða hið fyrsta. Ástæðan er sú að við viljum eiga kost á því að bæta þriðju sýningunni við, ef þess þarf. Þetta er uppskeruhátíð skólans og jafnframt fjölskyldudagur. Við viljum geta tekið á móti öllum þeim sem vilja samgleðjast okkur og eyða deginum í leikhúsinu að njóta afrakstur vorannar.
Því biðlum við til ykkar, kæru foreldrar, vinir og fjölskylda um að aðstoða okkur. Það gerið þið með því að tryggja ykkur miða hið fyrsta svo við getum gert viðeigandi ráðstafanir ef þess þarf.
Pétur Pan þema á nemendasýningu
Árleg nemendasýning dansskólans fer fram í Borgarleikhúsinu á vorönn. Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins í lok vorannar og sýna listir sínar. Allir nemendur skólans þátt í að setja upp glæsilega sýningu sem er þematengd og færir dansæfingarnar í danssal yfir á stórt og viðamikið svið.
DANSSKÓLINN ÞEKKTUR FYRIR GLÆSILEG SÝNINGAR
Dansskólinn er löngum orðinn þekktur fyrir nemendasýningar sínar en þar er skólinn í sérflokki. Dansstúdíó World Class er eini dansskólinn sem virkilega tvinnar saman leik og dans í árlegum uppfærslum sínum. Gestir á sýningum skólans hafa líkt þeim við leikhúsuppfærslur og verið í hæstánægð í lok hverrar sýningar. Fyrsta nemendasýning skólans í Borgarleikhúsinu var árið 2008 og hafa uppfærslur okkar farið fram þar í húsi alla daga síðan. Sýningin stækkar í sniðum með hverju ári sem líður og kennarar skólans setja ekkert þak á sköpunarþörfina og ímyndunaraflið þegar líða tekur að undirbúningi sýningar. Mikið er lagt upp úr hverju atriði sem og búningum, lagavali og útliti sýningar. Markmiðið með sýningunni er að allir hafi gaman af og fái reynslu af sviðsframkomu.
UM PÉTUR PAN
Í ár höfum við ákveðið að setja upp sýningu byggða á ævintýrum Péturs Pan í Hvergilandi. Teiknimyndin um Pétur Pan, úr smiðju Walt Disney, er börnum landsins ekki ókunn enda víðfræg saga með fallegan boðskap. En sagan af töfradrengnum síunga Pétri Pan er löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Saga hans hefur komið út í ótal útgáfum, leikgerðum, söngleikum, teiknimyndum og bíómyndum. Pétur Pan býr í Hvergilandi þar sem tíminn líður ekki og því heldur hann eilífri æsku sinni. Pétur Pan fer fyrir hópi stráka sem kalla sig Týndu drengina og þeir eiga engan að nema hann. Pétur Pan getur heimsótt mannheima að vild og ferðast þá venjulega í samfloti með litlum álfi sem heitir Skellibjalla. Á einu ferðalagi sínu hittir hann fyrir Vöndu og bræður hennar og ævintýrið vindur upp á sig.
Við hlökkum mikið til þessarar uppsetningar og er undirbúningur strax hafinn af krafti. Sýningin mun líkt og fyrri ár gera dansinum hátt undir höfði með glæsilegum atriðum sem nemendur munu æfa upp ásamt kennara sínum á vorönn. Við sameinumst svo öll í Borgarleikhúsinu á gæfuríkum degi og njótum afraksturs vetrarins.
SÝNINGARDAGUR
Um tvær sýningar er að ræða og fara þær báðar fram miðvikudaginn 2. apríl. Tímasetningar auglýstar síðar.
Fjör í danstímum
[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“1563″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]
Mikið fjör hefur verið í dansstímum fyrstu vikurnar og ekki leynir gleðin sér á meðal nemenda. Danshópar okkar eru vel sóttir og líkt og áður hefur fram komið hér á síðunni, þá er eftirspurn umfram framboð í nokkra danshópa. Við erum ótrúlega heppin með nemendur sem eru áhugasamir og metnaðarfullir og eru strax farnir að taka framförum. Við hlökkum því til að eyða næstu vikum í skemmtilegum danstímum þar sem há markmið eru sett og þeim náð.
Við höfum birt mikið af skemmtilegum myndum úr danstímum á Instagram og Facebook síðu skólans undanfarið og má sjá nokkrar þeirra, hér að neðan.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“1551,1552,1550,1549,1548,1547″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Svipmyndir úr danstímum“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]
Eftirspurn umfram framboð
[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“1546″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]
Mikill uppgangur er í starfsemi skólans og sýndi það sig í síðustu viku eða fyrstu viku vorannar. Skráning í prufutíma hefur aldrei verið meiri og fór eftirspurn eftir dansnámi fram úr framboði í nokkrum hópum skólans. Hópar fylltust strax í fyrsta tíma og náðu því miður ekki allir dansþyrstir dansarar að tryggja sér pláss í tíma. Starfsmenn skólans fundu þó lausn á því og höfum við komið því þannig fyrir að við getum tekið við öllum áhugasömum nýnemum. Verið er að vinna í því í þessari viku.
Mikil gleði ríkti í tímum síðustu viku og var hún í raun svo mikil að enn erum við að fá fyrirspurnir varðandi laus pláss í danshópa okkar. Við hlökkum mikið til að hefja dansviku tvö en fyrstu tímar fara fram í dag kl.15.30.
Hér að neðan má sjá svipmyndir úr danstímum síðustu viku en þær birtust reglulega á Facebook og Instagram síðum skólans.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“1548,1549,1550,1547,1552,1551″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“][/vc_column][/vc_row]
Opinn valtími í dag
Fyrsti valtími annarinnar fer fram í dag, föstudag, kl.17.00-18.00 í World Class í Laugum. Modern og Contemporary heitir tíminn og er ætlaður þeim nemendum sem vilja auka við þekkingu sína á sviði tækniæfinga og samsetningu á dansrútínum (choreography).
Mikill áhugi er fyrir tímanum á meðal nemenda skólans og búumst við við því að sjá marga af nemendum okkar í tímanum í dag. Sérstakt skráningartilboð verður á tímanum yfir helgina en verð fyrir nemendur sem skrá sig fyrir mánudaginn 20. janúar er 5.900 kr. Fullt námskeiðverð er 7.900 kr.
Opinn prufutími verður í dag og hvetjum við alla dansþyrsta dansara til þess að mæta og kynna sér tímann.
Opnir prufutímar
Við vekjum athygli á opnum prufutímum í fyrstu viku okkar á vorönn. Vikuna 13. – 18. janúar geta því allir áhugasamir dansarar komið ókeypis í tíma til okkar og kynnt sér starfsemina. Til þess að geta nýtt þér þessa tíma þarftu að skrá þig hjá okkur. Það gerirðu með því að senda okkur póst á netfangið: dwc@worldclass.is.
Eins viljum við vekja athygli á því að ekki er hægt að tryggja sér pláss nema með skráningu. Skráning gengur ekki í gegn nema gegn greiðslu og það er útlit fyrir að margir af danshópum okkar verði orðnir fullir fyrir helgi. Því hvetjum við dansþyrsta nemendur okkar sem ætla sér að hefja dansnám á vorönn að ganga frá skráningu hið fyrsta svo þið komist örugglega að og getið verið með okkur á vorönn.
Við tökum vel á móti öllum dönsurum í næstu viku, bæði nýnemum og núverandi nemendum.
Sjáumst í dantíma 🙂
NÝTT á vorönn
Við bjóðum í fyrsta skipti upp á valtíma fyrir dansþyrsta nemendur okkar. Nú gefst nemendum dansskólans tækifæri til þess að bæta við sig þriðja tímanum í viku. Valtíminn heitir Modern og Contemporary og er sérstaklega sniðinn að því að hjálpa nemendum að ná betri tökum á tækni í ákveðnum dansæfingum og styrkjast sem dansarar.
Í tímunum er farið í tækniæfingar í modern dansstílnum og aðferðafræði við samsetningu á dansrútínu.
DANSTÆKNI
Áhersla er lögð á æfingar sem bæta líkamsstöðu, líkamsburð, tækni, jafnvægi og öryggi við framkvæmd æfinga. Er þá átt við gólftækni, pirouette, hopp og stökk og jafnvægisæfingar.
Margir dansarar leiðast út í það að fara semja og skapa sínar eigin dansrútínur/kóreógrafíur með tímanum. Það er eðlileg þróun og frábært skref í þroska hvers dansara. Nemendur okkar hafa stigið þetta skref í kringum inannhúss danskeppni skólans, DANCEOFF. Nú bjóðum við loks upp á tíma sem aðstoðar dansarana okkar við fyrstu skrefin.
CHOREOGRAPHY
Farið með nemendum í aðferðafræði við samsetningu á dansrútínu. Hvernig huga þarf að flæði og samsetningu valinna dansspora. Markmiðið er að veita nemendum aukinn skilning á danssköpun og veita þeim nánari innsýn í heim danshöfundarins. Blandað er saman æfingum í gólfi, stökkum, hringjum, mjúkum og snöggum æfingum og mismunandi hraða / tempó. Mikil áhersla er einnig lögð á framkomu, tjáningu og fjölbreytileika.
Okkur hlakkar mikið til að hefja þessa tíma hjá skólanum en þeir fara fram alla föstudaga kl.17.00.