Haustönn hefst 9. september!

 

 

Nú er sumarið senn að líða og styttist óðum í að dansnám skólans fari af stað. Haustönn hefst mánudaginn 9. september. Dansstúdíó World Class er dansskóli sem býður upp á metnaðarfullt dansnám í mörgum dansstílum með ríkri áherslu á tækni. Hvort sem það er í klassískum dansi eða street dönsum. Kennarateymið okkar býr að mikilli reynslu í dansi og eru sérhæfðir í mismunandi dansstílum. Þeir eru ólmir í að miðla þekkingu sinni til nemenda og því er mikil eftirvænting innanhúss eftir því að haustönn hefjist. Námskeiðin eru fyrir allan aldur, frá 4 ára og upp úr. Skólinn hefur farið stækkandi síðustu ár í öllum aldursflokkum og tökum við öllum nýjum nemendum fagnandi. Við erum ein stór fjölskylda og hlökkum til að taka á móti öllum núverandi nemendum okkar eftir sumarið, sem og nýjum.

Skráning er hafin hér á síðunni og er mögulegt að ganga beint frá skráningu rafrænt. Einnig er hægt að hafa samband í s. 553 0000 eða koma við í næstu World Class stöð og ganga frá skráningu í afgreiðslu.

Sjáumst í tíma!

Jólaball 2013



Jólaball DWC mun fara fram í fyrsta skipti í ár. Mun það eiga sér stað fyrsta laugardaginn í desember, þann 7. desember.

Jólaandinn verður í hágvegum hafður og piparkökur og heitt súkkulaði á boðstólnum. Jólasveinninn mætir á svæðið, dansað verður í kringum jólatréð og danshópur DWC kemur fram. Allir nemendur skólans eru velkomnir ásamt foreldrum, vinum og vandamönnum.

Nánari upplýsingar síðar