Vel heppnað Acro námskeið!

VILTU LÆRA TRIX OG BÆTA FREESTYLE-IÐ ÞITT?

HVER ER BRIAN PUSPOS ?

DWC x JOE HAPPY HOUR

Akró námskeið á morgun!

Dans er mín leið að tjá mig

Síðan ég var 8 ára hef ég æft mismunandi gerðir af dansi. Í gegnum þessi ár fattaði ég hvað dans varð að miklum parti í mínu lífi. Að dansa veitir mér ekki aðeins hamingju, heldur er það einnig mín leið að tjá mismunandi tilfinningar. Eftir að ég byrjaði í DWC, sem var fyrir rúmu einu ári, hef ég þroskast ólýsanlega mikið sem dansari. Ég er byrjuð að hafa meiri stjórn og get lært dans á skilvirkari hátt.

Útrás í formi danss

Alveg frá því ég byrjaði fyrst í dans hef ég gert mér grein fyrir hvað það veitir mér mikla útrás að dansa. Þegar ég er stödd í danssal þá er eins og að allt sem er mér á huga hverfi undir eins. Ég færist inn í einhvern anna heim, þar sem ég er hvorki hrædd um að einhver dæmi mig eða að ég geri eitthvað rangt. Ef ég má vera smá væmin þá hugsa ég um gleiði í sama samhenig og orðið dans. Þetta er bara gaman.

Árangri náð með dansferðum

Síðastliðin þrjú ár hef ég farið í þrjár dansferðir. Fyrstu tvær ferðirnar fór ég til London og tók danstíma hjá mismunandi dönsurum í Pineapple Studios. Í seinni ferðinni, sem var sumarið 2016, fór ég í tíma hjá dansara sem ég fylgist ennþá með í dag, Dominic Lawrence. Stíllinn hans og verkefnin sem hann er að taka að sér er ástæðan fyrir því að ég dáist að honum. Ég get staðhæft að hann hefur haft mikil áhrif á lífið mitt. Þriðja dansferðin sem ég hef farið í var núna í sumar 2017. Þar kynntist ég ennþá meira af dönsurum sem ég hefði annars ekki vitað um. Dæmi um dansara sem ég fylgist mikið eftir danscampið eru Kenzo Alvares, Ian Eastwood, Lando Wilkins, Karon Lynn og margir fleiri.

Fyrirmyndir í dansi

Í dag, þar sem samfélagsmiðlar er stór partur af lífi unglinga, fylgist ég með ótal mörgum erlendum dönsurum á netinu. Í gegnum árin hafa alltaf verið að bætast fleiri og fleiri dansarar sem ég lít upp til. Síðastliðið ár hef ég fylgst ennþá meira með dönsurum í LA, enda eru stórir hlutir að gerast þar í dansheiminum. Þeir dansarar sem ég fylgist hvað mest með í dag eru Dominic Lawrence, Antoine Troupe, Ysabelle Capitulé, Lyle Beniga, Ian Eastwood, Kevin Paradox og margir fleiri. Mismunandi eiginleikar dansarana hafa mótað minn dansstíl hvað mest. 

Myndaniðurstaða fyrir lyle beniga

Spennt fyrir haustönn

Í haust mun skipulagið í dansskólanum verða aðeins öðruvísi, það verður klikkað. Þar sem Antoine er að koma í september get ég ekki beðið eftir komandi önn. Þessi önn er einnig áhugaverð vegna þess að ég mun kenna danstíma, sem ég er mjög spennt fyrir. Næsta ár mun verða sjúkt, það er klárt mál!

– Kristín Böðvarsdóttir

CHANTELLE CAREY KENNIR Í KVÖLD

Þróaðu þinn eigin dansstíl

Ertu með þinn eigin stíl sem dansari ?

JÁ! Svarið er já. Þó þér finnist það ekki þá ertu samt með það.

Allir dansarar eru inspire-aðir af öðrum dönsurum og danshöfundum sem við lítum upp til. En þegar þú dansar, sama hvort það eru rútínur eftir aðra eða eftir þig sjálfa/n þá dansarðu alltaf sem þú. Hvað annað!

Hvort sem þú veist það nú þegar eða ekki þá er bara tímaspursmál hvenær þinn persónulegi stíll verður uppgötvaður af fleirum. Þú þarft að finna út hvað það er, vera óhrædd/ur við að þróa þig áfram og halda áfram að krydda allar rútínur sem þú tekur fyrir og setja þitt „touch“ á þær.

Hér eru nokkur tips sem geta hjálpað þér!

Hvernig tónlist fílarðu ?

Dansarar þrífast á tónlist og dansinn kemur út frá tónlistinni.
Hlustaðu á tónlistina og reyndu að tengjast henni í stað þess að setja saman spor út í bláinn. Hlustaðu á tónlist sem þú fílar og semdu við hana en ekki endilega vinsælasta lagið bara af því að það er vinsælt.

Gangsta Rapp ? Acoustic Sam Smith lög ? House ? John Mayer ? Britney Spears ? Country ?
Alveg sama hvaða tónlistartegund það er, ÞÚ lætur það virka af því að það passar þínum stíl.

Búðu til playlist-a ná Spotify með lögum sem þig langar að dansa við og tala til þín.

Prófaðu þig síðan áfram og byrjaðu að dansa!

Hvernig myndirðu hreyfa þig ef þú hefðir ALDREI séð dansspor áður ?

Reyndu að gleyma öllum sporum sem þú hefur séð eða lært og dansaðu út frá sjálfum þér.

Þú hefur séð allt of mörg myndbönd á YouTube og Instagram af uppáhalds dönsurunum þínum eða dansskólum.

Það eru svo margir sem þú lítur upp til og dregur ómeðvitað hreyfingar frá. Það er gott og blessað en reyndu núna, bara í smá stund að, DO YOU!

Bara 100% þú og enginn annar!

Slepptu þér bara alveg, tæmdu hugann og leyfðu líkamanum að bregast við tónlistinni eins og hann vill gera það.

Margir street dansstílar urðu til nákvæmlega svona. Fólk var á klúbbum og í partý-um og gerðu bara það sem þeim datt í hug á þeirri stundu. Þetta snýst um stund og stað og fílinginn.

Þetta á ekki að snúast um neitt annað nema næs vibes, hafa gaman og leyfa tónlistinni að búa til hreyfingarnar.

Þú getur svo auðveldlega unnið áfram með þinn eigin persónulega stíl með því að sleppa þér alveg og leyfa líkamanum að taka völdin!

Búðu til þína eigin uppbyggingu í stílnum þínum

Þetta snýst ekki um að útiloka allt sem þú hefur lært áður!
Byggðu ofan á það sem þú hefur lært og prófaðu að fara nýjar leiðir með það.

Ekki reyna að dansa og líta út eins og „Lyle Beniga“ heldur notaðu þekkinguna og vöðvaminnið sem þú hefur til þess að hreyfa þig eins og þú vilt!

Þetta gerist ekki á einum degi og tekur tíma. Haltu áfram að prófa þig áfram, sérstaklega í danstímum.

Hugsaðu um dansinn eins og litabók. Litirnir sem þú notar eiga að hjálpa þér að móta þinn stíl og gera hann einkennandi fyrir þig!

Dans er einn stærsti þátturinn í mínu daglega lífi

Ég hef verið að dansa í rúmlega 10 ár og get þannig sagt að meirihluti lífs míns hafi að mestu snúist um dans. Dans er líklegast stærsti þátturinn í mínu daglega lífi, þar sem ég mæti nánast daglega á dansæfingar, sem sjálf dansa, skoða dansmyndbönd á youtube auk þess að fylgjast ítrekað með mörgum erlendum dönsurum á helstu samfélagsmiðlunum.

Fyrir mér er dans ekki bara „að dansa“

Ég byrjaði mjög ung að dansa en það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem ég fékk þennan brennandi áhuga sem ég hef í dag. Það var þá sem ég fattaði hvað dansheimurinn var í raun og veru stór, byrjaði fyrst að fylgjast með frægu, erlendu dönsurunum og eignaðist mínar fyrstu stóru fyrirmyndir í dansinum.

Á svipuðum tíma gerði ég mér svo loksins grein fyrir því að dans snýst ekki bara um að læra rútínur og dansa sporin í gegn, það er svo miklu meira en það. Í dansi felast líka ótal hugtök sem hver annar dansari ætti að þekkja, eins og líkamsþekking,vöðvastjórnun, attitude, tjáning, presence og mindset, svo eitthvað sé nefnt.

 

Mínar helstu fyrirmyndir í dansinum

Ég hef fylgst með sjúklega mörgum og mismunandi dönsurum í gegnum tíðina og tekið mér allskonar tímabil þar sem ég tileinka mér ákveðna dansara og lít upp til þeirra. Ég man eftir því þegar ég var yngri að hafa séð dansmyndbönd af áströlskum danshöfundi sem heitir Jasmine Meakin og ég fékk algjört æði fyrir henni og eyddi öllum stundum í að læra dansana hennar af youtube. Hún var svona ein af mínum fyrstu dansfyrirmyndum. Síðastliðin ár hef ég mikið fylgst með öllum heitustu dönsurunum í LA. Núna eru helstu fyrirmyndirnar mínar flest allar dansarar og höfundar sem ég hef áður tekið danstíma hjá. Þar má nefna t.d. Antoine Troupe, Karon Lynn (sem ég hafði btw. ekki hugmynd um hver væri fyrr en núna í sumar), Brian Puspos, Tricia Miranda og margir fleiri.

 

Myndaniðurstaða fyrir antoine troupe

Dansferðirnar eru stærstu þroskaskrefin

Ég hef núna 3x farið í dansferðir erlendis og lært hjá heimsfrægum dönsurum héðan og þaðan úr heiminum. Fyrstu ferðina fór ég í árið 2014 en ég og Snædís besta vinkona mín fengum hana í fermingargjöf. Þá fórum við til Svíþjóðar í dance camp sem heitir The Hip Drop. Það var líklegast stærsta þroskaskrefið sem ég hef tekið í gegnum dansferilinn minn. Eftir þá ferð fór ég að æfa upp fyrir mig og gekk bara almennt betur í danstímum. Svo hef ég farið 2x til Krakow í Póllandi á Fair play dance camp með danshóp DWC sem hefur í bæði skiptin verið ótrúlega krefjandi og skemmtilegt! Að læra utan síns dansskóla, sinnar menningar og prófa eitthvað nýtt finnst mér mjög mikilvægt ogeitthvað sem gefur manni svo mikið boozt sem dansara. Þess vegna stefni ég klárlega á það að halda áfram að ferðast og dansa.

Haustönnin 2017

Núna í haust verða smá breytingar hjá mér, en þessa önn mun ég byrja að kenna nokkrum hópum sjálf. Önnin verður rosa busy þar sem ég verð sjálf að mæta í danstíma líka en ég hlakka ekkert smá mikið til þess, það verður bara sjúklegagaman!
– Arna Björk Þórsdóttir

Hvernig þú getur orðið hreinni dansari

Ert þú að reyna að vera hreinni dansari? Við getum hjálpað þér!

Þó svo að dans sé tjáningarform en ekki heræfing, þá skilja aðrir hreyfingarnar þínar betur ef þú ert hreinn í hreyfingum.

Að hafa góða stjórn á líkamanum hjálpar þér í að vera frjálsari í tjáningu.

Hér eru nokkur ráð í hvernig þú getur orðið hreinni dansari.

Vertu hreinni dansari með því að…

1. Styrktu líkamsvitundina

Til að vera hreinni dansari þarftu að öðlast sjálfsvitund til þess að geta búið til ,,myndir“ kóreógrafíunnar sem þú lærir.

Þú átt á öllum stundum að vita hvar hver líkamspartur er staðsettur, alla leið út í fingurgóma. Það er alltaf gott að taka skref til baka og taka eftir því hvað líkaminn þinn gerir á móti því sem þú vilt að hann geri.

Vísa tærnar inn eða út? Eru fingur saman eða í sundur ? Eru axlirnar stífar eða afslappaðar?

Horfðu vel og vandlega í spegilinn og reyndu að gera eins og kennarinn er fínstilltu þá “mynd” sem þú vilt ná fram

2. Lærðu á sjónarhornin þín

Það eru vissir líkamsvinklar og stöður sem hjálpa þér að þjálfa minni af því þau eru svo oft notuð.

Þegar þú bætir við þig tímum, sérstaklega í grunni, munu þessar stöður verða þér náttúrulegar.

Ef þú ert nýlega byrjuð/aður að dansa eru þessar æfingar að þjálfa líkaksstöðuna þáttur sem þú átt virkilega að leggja metnað í.

Til dæmis þá eru 45 gráðu og 90 gráðu horn alltaf notuð, þannig að bættu þeim í kerfið hjá þér eins fljótt og auðið er.

Þetta gefur þér tækifæri til þess að setja fókus þinn í aðra þætti dansins og þegar á að hreinsa dansinn þarf ekki að eyða jafn miklum tíma í líkamsstöður og hægt að fókusa meira á hreyfingarnar sjálfar.

3. Vöðvastjórnun

Ef að hendurnar eða aðrir líkamspartar eru máttlausir þá muntu vera óhrein/n í hreyfingum.

Notaðu vöðvana!

Hugsaðu um vöðvana sem bremsur sem gera þér kleift að stöðva hrefyingar eða frjósa skyndilega.

Frjóstu á réttu augnabliki til þess að skapa þá mynd sem þú vilt að verði eftir í hugum fólks.

Renndu í huganum yfir dansinn og berðu kennsl á þær ,,myndir” sem þú vilt leggja áherslu á. Spenntu vöðvana á þeim stöðu til þess að æfa líkamsminnið til að þær ,,myndir” verða sem skýrastar.

Því þjálfaðari sem vöðvarnir eru, því auðveldara áttu með að stjórna hreyfingunum. Svo einfalt er það!

4. Skýrðu fyrir þér ferðalag hreyfinganna

Til að vera hreinni dansari er mikilvægt að þekkja ferðalag hreyfinganna þinna.

Þegar þú leitar af leiðum á Google Maps, þá færðu upp nokkrar leiðir hvernig skal komast frá punkti A til B.

Þú kemst alltaf á leiðarenda, en leiðirnar eru SÚPER mismunandi.

Þannig þegar að þú ert að læra kóreógrafíu og þér líður eins og þú sért ekki að gera hana rétt, kíktu þá á ferðalag hreyfinganna þinna.

5. Lærðu að stjórna hraðanum

Að mastera tímasetningar mun hjálpa þér að verða hreinni dansari.

Að geta gert hreyfingu mjög hægt OG brjálæðislega hratt nýtist bara ef þú ert brjálæðislega hreinn. Ef þú getur ekki valdið hreyfingu vel á 1/10 hraða er ekki smuga að þú getur gert hana vel hratt. Þannig byrjaðu hægt fyrst.

Að dansa í gegnum kóreógrafíu mjög hægt fyrst og kortleggja hreyfingar hjálpar í að skilja hreyfingarnar og á endanum geta gert það vel í réttum hraða.

6. Þjálfun fyrir góða fótavinnu

Þegar að þú lærir kóreógrafíu skaltu reyna að ná góðu jarðsambandi svo að þú sért ekki völt/valtur í hreyfingum.

Stöðugt tré hefur stöðugar rætur, og fæturnir þínir eru þitt akkeri. Ef að þú ert óstöðugur í byrjun tíma er ólíklegt að þú náir hrefyingunum rétt.

Þjálfaðu jarðsambandið og jafnvægið til þess að bæta þig!