Nýr danshópur stofnaður
Danshópur DWC er skipaður metnaðarfullum og hæfileikaríkum nemendum skólans í unglingaflokkum. Á hverri haustönn er öllum nemendum á aldrinum 12-16 ára veitt tækifæri til þess að komast inn í hópinn. Skólinn stendur þá fyrir dansprufum í upphafi annar þar sem þeir nemendum sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu og komast inn í hópinn skrá sig til þátttöku. Kennarar sitja í dómnefnd og velja nemendur inn í hópinn byggt á frammistöðu þeirra í dansprufunni.
Dansprufur fyrir nýja þennan nýja danshóp fóru fram í byrjun október og tekur hann nú við af fyrrum danshóp skólans. Myndin sem fylgir fréttinni er af núverandi danshóp skólans og viljum við þakka þeim nemendum kærlega fyrir samveruna,samfylgdina, alla gleðina og gamanið í gegnum þau verkefni sem við höfum unnið að saman síðan í vor. Ekkert nema skemmtilegir tímar með frábærum einstaklingum.
Það verður spennandi og gaman að hefja æfingar með nýjum danshóp. Nokkrir nemenda eru aftur að tryggja sér sæti í hópnum og óskum við þeim innilega til hamingju með það.
Nýjan danshóp DWC skipa:
Andrea Marín Andrésdóttir
Arnhildur Andersen
Arna Björk Þórisdóttir
Eydís Jansen
Rakel Guðjónsdóttir
Silvía Stella Hilmarsdóttir
Signý Ósk Sigurðardóttir
Snædís Sól Harðardóttir
Til hamingju kæru dansarar með að hafa komist inn í hópinn!
Við viljum þakka öllum þeim nemendum sem komu í dansprufur fyrir þátttökuna. Þið tekur kjark og þor að koma í dansprufur og hrósum við ykkur fyrir að hafa komið og tekið þátt. Eins viljum við þakka ykkur fyrir að sýna verkefninu áhuga. Þið eruð öll frábær! Áfram þið!