NÝTT á vorönn
Við bjóðum í fyrsta skipti upp á valtíma fyrir dansþyrsta nemendur okkar. Nú gefst nemendum dansskólans tækifæri til þess að bæta við sig þriðja tímanum í viku. Valtíminn heitir Modern og Contemporary og er sérstaklega sniðinn að því að hjálpa nemendum að ná betri tökum á tækni í ákveðnum dansæfingum og styrkjast sem dansarar.
Í tímunum er farið í tækniæfingar í modern dansstílnum og aðferðafræði við samsetningu á dansrútínu.
DANSTÆKNI
Áhersla er lögð á æfingar sem bæta líkamsstöðu, líkamsburð, tækni, jafnvægi og öryggi við framkvæmd æfinga. Er þá átt við gólftækni, pirouette, hopp og stökk og jafnvægisæfingar.
Margir dansarar leiðast út í það að fara semja og skapa sínar eigin dansrútínur/kóreógrafíur með tímanum. Það er eðlileg þróun og frábært skref í þroska hvers dansara. Nemendur okkar hafa stigið þetta skref í kringum inannhúss danskeppni skólans, DANCEOFF. Nú bjóðum við loks upp á tíma sem aðstoðar dansarana okkar við fyrstu skrefin.
CHOREOGRAPHY
Farið með nemendum í aðferðafræði við samsetningu á dansrútínu. Hvernig huga þarf að flæði og samsetningu valinna dansspora. Markmiðið er að veita nemendum aukinn skilning á danssköpun og veita þeim nánari innsýn í heim danshöfundarins. Blandað er saman æfingum í gólfi, stökkum, hringjum, mjúkum og snöggum æfingum og mismunandi hraða / tempó. Mikil áhersla er einnig lögð á framkomu, tjáningu og fjölbreytileika.
Okkur hlakkar mikið til að hefja þessa tíma hjá skólanum en þeir fara fram alla föstudaga kl.17.00.