DWC Dansstílar

CONTEMPORARY

Contemporary dans eða nútímadans er dansstíll sem þróaðist á miðri 20. öldinni og er nú einn vinsælasti og mest dansaðasti stíllinn af atvinnudönsurum í heiminum í dag.  Stíllinn kemur úr mörgum áttum dansins en til að byrja með blandaði hann þó að mestu leyti saman ákveðnum þáttum úr módern dansi, klassískum ballet og jazz dansi.

Tækni í nútímadansi byggir mikið á sterkri fótavinnu eins og í ballet en einnig á því að hafa fullkomna stjórn á efri hluta líkamans eins og í módern dansi. Í samsetningu spora er mikið um óvæntar breytingar á hraða, stefnu og takti, mikla gólfvinnu og oft er notast við ákveðna tækni úr afrískum dansi, eins og t.d. bogin hné o.fl.

Talið er að Merce Cummingham hafi verið fyrsti danshöfundurinn til að semja nútímadans. Nokkrar af hans hugmyndum um nútímadans voru:

– ,,Dance to be danced, not analyzed.”

– Skapandi frelsi

– Sjálfstæði milli dans og tónlistar