DWC Dansstílar
MODERN
Waacking stíllinn spratt upp úr diskómenningu á 8. áratugnum og fæddist á hinssegin skemmtistöðum í Los Angeles. “Drottningar” klúbbanna drógu innblástur frá gömlum Hollywood leikkonum og glamúr sem þeim fygldi.
Stíllinn er ofboðslega skemmtilegur og kvenlegur dansstíll sem veitir nemendum aukna snerpu, handahreyfingar og framkomu. Við erum stolt að geta boðið upp á stílinn þar sem eftirspurnin hefur verið mikil.
Módern dans eða samtímadans er dansstíll sem á upptök sín að rekja til Bandaríkjanna og Þýskalands og var fyrst byrjað að dansa hann við lok 19. aldarinnar. Stíllinn braut sig frá ákveðnum reglum og kerfisbundnum hreyfingum balletsins og hefur engin takmörk, það er einfaldlega dansað í gegnum tilfinningarnar.
Martha Graham hefur verið talin móðir 20.aldar móderns dansins. Hún taldi balletinn vera of einslitan og bjó til sína eigin tækni sem fókusar á það að hafa fullkomna stjórn á vöðvum líkamans og það að geta spennt vöðvana og slakað svo á þeim þegar það á við. Hún lagði mikla áherslu á að dansa frá miðju líkamans en ekki útlimum eins og í ballet, samvinnu milli hreyfingar og öndunar dansarans og samband dansarans við gólfið. Hún var því brautryðjandi á sínu sviði og er mikið stuðst við Graham tækni við kennslu á módern dansi í dag.