Nokkur praktísk atriði varðandi gildandi sóttvarnarreglur og sýninguna okkar í Hörpu.

  • Það þurfa allir að vera hraðprófaðir, bæði nemendur og allir áhorfendur eldri en 6 ára.
  • Allir nemendur og áhorfendur þurfa að sýna QR kóða sem sýnir neikvæðar niðurstöður úr hraðprófi við komu í Hörpu.
  • Allir nemendur verða skannaðir inn við komuna í Hörpu á generalprufu.
  • Þeir nemendur og/eða áhorfendur sem hafa fengið Covid nú þegar nægir að sýna Covid vottorð sem er að finna inni á Heilsuveru. Það þurfa að vera liðnir 14 dagar frá smitdegi minnst og 180 dagar. Sé Covid smit ekki innan þessara 14-180 daga marka þá þarf viðkomandi að fara í hraðpróf. Covid vottorðið þarf að sækja inni á Heilsuveru og vista í síma eða screeenshot-a.
  • Þeir nemendur og áhorfendur sem eru með gilt PCR próf, ekki eldra en 48 klst, við komu á sýningu, dugir það og geta sleppt hraðprófi.
  • Það er grímuskylda á meðan á viðburði stendur fyrir áhorfendur.
  • Það er grímuskylda á nemendur fædda 2005 og fyrr baksviðs.
  • Ef einhverjir lenda í vandræðum með hraðpróf þá er hraðprófs stöð í Hörpu. Hún opnar kl.10.00 á laugardag og tekur 30-60 mínútur að fá niðurstöður. Stöðin er staðsett í kjallaranum eða beint þegar gengið er inn í Hörpu úr bílastæðahúsi á svæðinu K1. Hraðpróf í Hörpu er pantað í gegnum Heilsuveru og veljið þar Hörpu sem sýnatökustað.

Generalprufa

Harpa er lokuð þegar nemendur mæta á laugardagsmorgun. Því ganga nemendur inn um starfsmannainnganginn/inngang hjá vörumóttöku eins og við höfum áður gefið út. Inngangurinn er austan megin við húsið (sem snýr í átt að Esjunni) sömu megin og smábátahöfnin er. Hægra megin við húsið ef horft er beint framan á Hörpu. Inngangurinn er til hliðar við vörumóttökuna, við endahorn hússins. Vonum að þetta sé nógu skýrt. Starfsmenn frá skólanum verða við innganginn og skanna alla nemendur inn í húsið. Kennarar taka svo á móti nemendum beint í framhaldi af því.

Mæting nemenda

Mæting er sem hér segir:

Show Case hópur kl.08.00

13-15 ára hópar og 14-18 ára Advanced kl.08.45

10-12 ára hópar kl.09.30

7-9 ára hópar kl.10.20

Það er mikil spenna á meðal nemenda að stíga loksins á svið aftur eftir tveggja ára hlé. Hlökkum mikið til að deila afrakstri vetrarins með ykkur og upplifa gleðina hjá nemendum. Þetta verður ekkert nema stórkostlegur dagur 

Hlýjar kveðjur,

DWC