Haustönn hefst mánudaginn 13. september.

Við erum hrikalega spennt að hefja nýja önn eftir gott sumarfrí. Nokkrar breytingar verða á skipulagi frá fyrri árum.

Nýjungar:
– Hefjum kennslu í tveimur glænýjum stöðvum World Class. Annars vegar í Kringlunni og svo í Vatnsmýrinni.
– Kynnum til leiks nýtt námskeið: Krakkadans. Námskeið í Vatnsmýrinni fyrir dansarana okkar í miðbænum.  Danstímar fyrir bæði stelpur og stráka.
– Bjóðum í fyrsta skipti upp á sér tíma fyrir framhaldsnemendur okkar (advanced). Námskeiðið fer fram í Kringlunni fyrir aldurshópinn 14-18 ára.
– 16 plús danshópur hættir og nýr hópur stofnaður, 18 plús. Kennsla fer fram einu sinni í viku í Kringlunni.
– Fáum fullt af flottum kennurum til liðs við okkur sem koma inn sem stundakennarar á framhaldshópinn okkar og aukum þar fjölbreytni í dansþjálfuninni.

NEMENDASÝNING

Kennarar eru fullir tilhlökkunar fyrir nýrri önn og geta ekki beðið eftir að setja loksins upp sýningu í Hörpu í lok annar. Haustönn lýkur með nemendasýningu laugardaginn 4. desember.

SKRÁNING

Skráning er hafin og allar upplýsingar er að finna á heimasíðunni okkar, www.dwc.is. Ef þið hafið einhverar frekari fyrirspurnir þá endilega hafið samband við okkur á netfangið dwc@worldclass.is.