
Heil og sæl kæru foreldrar og forráðamenn,
Vorönn hefst 14. janúar og er skráning í fullum gangi.
World Class opnar nú glænýja stöð í Hafnarfirði á Tjarnarvöllum og það gleður okkur að tilkynna að við hefjum danskennslu þar á vorönn.
Nemendasýning
Vorönn lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu í lok annar.
Önnin spannar 12 vikur og lýkur námskeiði 5. apríl.
Margir hópar að fyllast
Við vekjum athygli á því að margir hópar eru nú þegar að fyllast og aðeins 2-3 pláss laus í nokkrum hópum.
Við hvetjum ykkur til þess að tryggja ykkur pláss hið fyrsta því þak er á þátttökufjölda í öllum hópum.
Frístundastyrkir
Til þess að nýta frístundastyrk þarf að nýta þennan link hér:
Við hlökkum til að hefja danskennslu í næstu viku.
Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir á netfangið dwc@worldclass.is