SUMARNÁMSKEIÐ hefst mánudaginn 17. maí.
Námskeiðið spannar 5 vikur og helst sama stundaskrá hjá öllum hópum eins og áður.
Við leggjum áherslu á:
- Hvatningu : að hvetja dansarana okkar áfram í að þróa sinn stíl.
- Sjálfstyrking : uppbyggjandi gagnrýni og áhersla á að skapa öruggt umhverfi í danssal til að æfa sig og bæta.
- Agi : halda vel utan hvern danstíma og fá dansarana okkar með okkur í að vilja leggja sig 100% fram.
- Jákvæða upplifun : það á að vera gaman í danstímum og allir í danssalnum deila sömu ástríðunni á dansi. Við ræktum það.
Dans er bæði líkamleg þjálfun og andleg örvun. Svo er félagslegi þátturinn risa stór partur af dansinum og skiptir miklu máli. Við leggjum jafna áherslu á alla þætti. Dansararnir okkar þurfa að finna sig í danstímum til þess að halda dansgleðinni.
Frístundastyrkur
Því miður er ekki hægt að nýta frístundastyrk þar sem námskeiðið er styttra en 10 vikur.
Skráning er hafin á heimasíðunni okkar og stundaskrá er einnig að finna þar.
Hlökkum til að hitta alla dansarana okkarr í danstímum. Sumarnámskeiðin eru alltaf svo skemmtileg og æðisleg orka, enda sumarið á næsta leiti.