Færslur

Tímabundið lokað fyrir skráningu á haustönn 2017 vegna álags!

 

Tímabundið hefur verið lokað fyrir skráningar á haustönn DWC. Kerfið hefur legið niðri vegna álags á skráningarsíðuna og vinna nú fagaðilar að því að styrkja kerfið. Þessi ákvörðun er tekin  til þess að koma foreldrum og nemendum hjá því að reyna ítrekaðar tilraunir til skráningar án árangurs. Kerfið ræður því miður ekki við þessa umferð.

Við þökkum ykkur fyrir sýnda þolinmæði í þessum leiðinlegum aðstæðum. Þó er jákvætt að dansskólinn okkar sé orðin jafn vinsæll og raun ber vitni. Við bindum vonir við að skráning hefjist að nýju hið fyrsta og munum senda út tilkynningu á tölvupósti um leið og fagaðilar gefa okkur grænt ljós. Tilkynning verður einnig gefin út á heimasíðu og samfélagsmiðlum skólans.

Við biðjumst afsökunar á þessum óþægindum. Við vitum að fólk er orðið stressað að ná plássi og því erum við að reyna að vinna þetta hratt en örugglega.  Við viljum vera lausnamiðuð en vinna þetta á öruggan hátt.  Við hlökkum til að taka á móti nemendum DWC og nýnemum í september.

Best er að ná í okkur á tölvupósti á netfangið dwc@worldclass.is og hvetjum við ykkur til þess að beina öllum fyrfirspurnum ykkar þangað.

 

Forskráning á haustönn hefst 1.ágúst!

Haustönn DWC hefst 11. september.
Forskráning hefst þriðjudaginn 1. ágúst kl.12.00 í hádeginu. Tryggðu þér pláss strax og vertu með okkur á haustönn.

Skipulag annarinnar mun birtast hér á heimasíðunni þann 1. ágúst.

 

Sumarfrí hjá DWC

Vornámskeiði DWC er nú lokið og skólinn er kominn í formlegt sumarfrí. Engir danstímar eru á áætlun í júlí og ágúst mánuði. ‘Drop In’ tímar verða þó á sínum stað og hvetjum við nemendur til þess að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum skólans. Allar tilkynningar munu fara fram þar.

Við þökkum kærlega fyrir frábært vornámskeið og hlökkum til að byrja aftur í haust.

Við óskum öllum nemendum skólans og fjölskyldum gleðilegs sumars.

Munið að njóta!

Áfram við // Áfram #teamdwc

Ysabelle Capitulé og Robert Green á DWC Dance Camp!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

 

YSABELLE CAPITULÉ OG ROBERT GREEN Á ÍSLANDI

Við erum stolt að kynna danstíma með tveimur af vinsælustu dönsurunum í Los Angeles í dag. DWC Dance Camp 2. og 3. júní í Svarta Boxinu í World Class í Kringlunni. 

Fjórir 90 mínútna danstímar.

DANSTÍMAR

Tveir danstímar með Ysabelle og tveir danstímar með Robert.

Þau kenna nýja rútínu í hverjum tíma.

Dansarar sameinast í danssalnum og læra rútínurnar. Farið verður ítarlega í öll spor. Danstímarnir eru svokallað indermediate level eða miðlungs erfiðir. Allir dansarar eiga því eftir að ráða við sporin. 

DAGSKRÁ

Föstudagurinn 2. júní

Ysabelle Capitule kl.17.00-18.30

Robert Green kl.18.45-20.15

Laugardagurinn 3. júní

Robert Green kl.12.30-14.00

Ysabelle Capitule kl.14.30-16.00

[/vc_column_text][vc_single_image image=“5791″ img_link_target=“_self“ img_size=“1928×607″][vc_column_text]

SKRÁNING

Smelltu á takkann og skráðu þig. Forskráningartilboð gildir til föstudags. Tilboðsverð er 13.900 kr.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Nýr danshópur DWC!

 

 

Dansprufur fyrir sumarhóp DWC fóru fram á föstudaginn var. Skólinn leggur mikið upp úr því að veita öllum nemendum  tækifæri á að komast inn í danshópinn og því fara dansprufur fram í upphafi hverrar annar. Við eigum svo marga öfluga dansara í skólanum og er frábært að fylgjast með þeim vaxa.

Stella Rósenkranz og Kara Hergils, kennarar skólans, stjórnuðu prufunum og voru ánægðar með frammistöðu dansaranna. Þetta voru erfiðar prufur og gerðu þær miklar kröfur til nemenda. Hver og einn dansari tók því sem þeim var gefið og lagði sig allan fram.

Við þökkum öllum þeim sem komu í prufur fyrir þátttökuna. Við erum stolt af ykkur!!

Dansararnir sem komust inn að þessu sinni eru:

Arna Björk Þórsdóttir
Eydís Jansen
Karen Sif Kamgan
Kristín Böðvarsdóttir
Liv Sunneva
María Höskuldsdóttir
Rachel O’Hare
Rakel Guðjónsdóttir
Rakel Heiðarsdóttir
Silvía Stella Hilmarsdóttir
Snædís Sól Harðardóttir

 

Dansprufum frestað!

Dansprufum hefur verið frestað til föstudagsins 28. apríl. Þær fara fram í World Class í Laugum kl.16.00 þann daginn. Njótið páskanna við vonum svo innilega að þið hafið það gott.
-DWC-

Prufur fyrir Sumardanshóp DWC!

 

Á mánudaginn í næstu viku, þann 10. apríl fara fram prufur fyrir Sumardanshóp DWC!!! Sumardanshópurinn tekur að sér öll verkefni sem berast á borðið yfir sumarið auk þess sem hann fer í dansferð til Póllands í ágúst á FAIRPLAY DANCE CAMP!

Prufurnar fara fram í SAL 4 í World Class Laugum kl. 15:30-17:30. Við hvetjum alla nemendur okkar á aldursbilinu 13-18 ára til að mæta (þeir sem eru fæddir 1999-2003). Aðeins 12 dansarar verða teknir inn.

SKRÁNING Á DWC@WORLDCLASS.IS

Við hlökkum til að sjá sem flesta spreyta sig í prufunum!

 

Vorönn lokið // Skráning á vornámskeið hafin

Nú er vorönn lokið og viljum við þakka öllum nemendum skólans kærlega fyrir frábæran vetur. Við erum rosalega stolt. Vornámskeiðið hefst svo núna 2. maí og spannar 6 vikur. Skráning er hafin!!!

UM NÁMSKEIÐIÐ
Kennsla fer fram í Laugum, Egilshöll, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi.
Námskeiðið skiptist upp í tvær lotur, hvor lota er 3 vikur.
Takmarkað pláss – enn takmarkaðra en áður.

EKKI VERÐUR KENNT Í SMÁRALIND OG MOSFELLSBÆ
Ástæðan fyrir því að við bjóðum ekki uppá kennslu í Smáralind og Mosfellsbæ á vornámskeiði er að okkur langar að nemendur úr þessum stöðvum fari saman við aðra nemendur í öðrum stöðvum. Þannig kynnast þeir fleiri dönsurum og ný og meiri samkeppni myndast í tímum. Þetta er liður í því að efla nemendur okkar, styrkja félagsleg tengsl og auka árangur. Við höfum séð þetta virka mjög vel í öðrum stöðvum, um leið og nemendur færa sig í aðra stöð en þeir eru vanir taka þeir stórt stökk í framförum. Það er hrikalega mikilvægur liður í þjálfun og þroska dansara að víkka sjóndeildarhringinn og þess vegna hvetjum við nemendur í Mosfellsbæ og Smáralind til að skrá sig á námskeið í annarri stöð en þau eru vön.

VERÐ VORNÁMSKEIÐS
Tvisvar sinnum í viku: 22.900
Þrisvar sinnum í viku: 29.900 – með valtíma
Fjórum sinnum í viku: 34.900 – með valtíma og masterclass

FRÍSTUNDASTYRKUR
Námskeiðið uppfyllir ekki kröfur um úthlutun frístundastyrks þar sem það spannar einungis 6 vikur.

VALTÍMAR
Valtímar verða aldursskiptir:
–> 7-9 ára og 10-12 ára sækja valtíma saman
–> 13-15 ára og 16+ sækja valtíma saman. Valtími fyrir 13-15 ára og 16+ fer einungis fram í Laugum.

MASTERCLASS
Masterclass verður eingöngu opinn 10-12 ára framhaldshópum(nemendur sem hafa æft í 3 ár eða lengur), 13-15 ára og 16+. Hann fer einungis fram í Laugum og kennarar verða Bergdís Rún, Stella Rósenkranz og Rakel Kristins.

Hlökkum til að sjá ykkur á vornámskeiði!

DWC DANCE CAMP haldið í annað skipti!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

DWC DANCE CAMP fór fram í annað skiptið núna um helgina og gekk framar vonum. 100 nemendur sóttu námskeiðið sem fram fór í World Class Kringlunni. Kennarar í þetta skiptið voru þeir Antoine Troupe og Josh Killacky frá Los Angeles. Þeir hafa vinnu sína af því að ferðast og miðla þekkingu sinni til upprennandi dansara og seljast danstímarnir þeirra alltaf upp á heimsvísu.

Dansararnir lögðu sig alla fram og tókst svo sannarlega að ná athygli hjá báðum kennurum. Antoine og Josh fannst mikið til íslensku nemendanna koma og getustigið kom þeim á óvart. Við hjá dansskólanum vitum að sjálfsögðu hvað dansararnir okkar eru öflugir en það var frábært og hvetjandi fyrir dansarana að heyra slík ummæli frá svona þekktum dönsurum.

Það er greinilegt að metnaður hjá íslenskum dönsurum er mikill og er það hvetjandi fyrir starfsfólk skólans að halda áfram að fá svona stór nöfn til landsins.

Við viljum þakka öllum dönsurum sem mættu fyrir frábæra helgi. Takk fyrir að leggja ykkur öll fram, sýna hvoru öðru virðingu og hvetja hvert annað áfram. Framtíðin er björt, ÁFRAM ÞIÐ!!!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“5748,5749,5750,5751,5752,5753,5754,5755,5756,5757,5758,5759,5760,5761,5762,5763″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Nokkrar myndir frá Dance Camp-inu“][/vc_column][/vc_row]

Frábærar viðtökur vegna Nemendasýningarinnar!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Nemendasýningin fór fram úr öllum okkar væntingum. Við erum alveg brjálæðislega ánægð með krakkana sem öll með tölu stóðu sig frábærlega!

Sýndar voru 6 sýningar á tveimur dögum, þann 18. og 21. mars. Ævintýrið Charlie and the Chocolate Factory var túlkað með dansi og Björn Bragi Arnarsson sá um kynningar. Poppsöngkonan HILDUR kom svo fram með nemendum í lok allra sýninga.

Gleðin skein svo sannarlega úr hverju andliti og kennararnir stóðu stoltir á hliðarlínunni af árangri krakkanna.

Okkur langar að þakka fyrir fjölda tölvupósta sem okkur bárust frá foreldrum sem hrósuðu sýningunni í hástert. Það er svo gott að heyra það frá ykkur að við séum að gera vel og að þið séuð ánægð með starfið.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“5729,5728,5727,5726,5721,5722,5723,5724,5725,5720″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Nokkrar myndir frá nemendasýningunni“][/vc_column][/vc_row]