Færslur

Dansprufur

Dansprufur fyrir yngri danshóp skólans fara fram í dag í World Class í Laugum. Prufurnar hefjast kl.13.30 en eiga nemendur sem hafa skráð sig í prufur að mæta kl.13.00. Yfir 100 nemendur hafa staðfest þátttöku sína og eru kennarar spenntir að sjá nemendur sýna sínar bestu hliðar á dansgólfinu í dag.

Dómnefnd skipa nokkrir af kennurum skólans en það eru þær:
Bergdís Rún Jónasdóttir
Jóna Kristín Benediktsdóttir
Sandra Björg Helgadóttir
Stella Rósenkranz, deildarstjóri

Áætlað er að prufum ljúki kl.16.00.

Hlökkum til að eyða deginum með glæsilegum nemendum skólans.

Uppfærð stundaskrá

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Vorönn hefst í næstu viku og er nú að finna uppfærða stundaskrá hér á heimasíðunni. Valtímar fara eingöngu fram á föstudögum á öllum kennslustöðum. Kennsla fer fram á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu en það er í Laugum, Egilshöll, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi.

Við vekjum athygli á smá tilfærlsum á nokkrum tímum þar sem danstímum hefur verið hliðrað um 5 til 10 mínútur í sumum tilfellum.

[/vc_column_text][vc_single_image image=“3899″ img_link_target=“_self“ title=“Stundaskrá 2016″ img_size=“3013×2140″][/vc_column][/vc_row]

Rafræn skráning loksins virk!

Það gleður okkur að tilkynna að loksins getum við boðið upp á rafræna ráðstöfun frístundastyrkja. Auk þess er skráningarkerfi okkar komið í lag og því er nú hægt að ganga frá skráningum í alla hópa rafrænt hér á heimasíðunni okkar undir, Skráning. Varðandi rástöfun frístundastyrkja þá er allar upplýsingar að finna hér að neðan.

REYKJAVÍK – KÓPAVOGUR – MOSFELLSBÆR

Hér eftir fara foreldrar inn á síðuna, worldclass.felog.is, ef nýta á frístundakort til þess að greiða fyrir dansnámið og ganga frá skráningu í leiðinni. Einnig skal fara inn á þessa síðu ef óskað er eftir að dreifa greiðslum á námskeiði þó ekki sé verið að nýta styrkinn. Greiðsludreifingu er hægt að skipta í þrennt.

SELTJARNARNES

Styrkveiting Seltjarnarness felst í endurgreiðslu gegn framvísun nótu frá dansskólanum. Foreldrar biðja því um nótu þegar gengið er frá skráningu í dansnám hjá skólanum. Foreldrar þurfa að greiða fyrir námskeiðið á fullu við skráningu og framvísa síðan greiðslukvittun til endurgreiðslu. Seltjarnarnes er að taka upp sama kerfi og önnur bæjarfélög og er von á því seinna á þessu ári.

HAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR

Nemendur úr Garðabæ og Hafnarfirði geta framvísað greiðslukvittun á bæjarskrifstofum gegn endurgreiðslu hvatapeninga í hverju bæjarfélagi fyrir sig.

GREIÐSLUDREIFING
Ef óskað er eftir greiðsludreifingu þá er einnig hægt að framkvæma hana á sömu slóð, worldclass.felog.is. Greiðsludreifingu er hægt að skipta í þrennt og gengurðu frá skráningu samhliða skiptingunni greiðslu á vefslóðinni sem við gáfum upp.

Skráning í fullum gangi


Skráning á vorönn 2016 er nú í fullum gangi á heimasíðu skólans. Skráningarsíðan er nú loksins komin í lag og því ekkert til fyrirstöðu en að tryggja sér pláss í dansnám á vorönn. Dansskólinn býður upp á metnaðarfullt og framsækið dansnám fyrir allan aldur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Skólinn er leiðandi í íslenskri danssenu og er jafnframt annar stærsti í Reykjavík. Kynntu þér stundaskrána okkar hér á heimasíðunni og kynntu þér fjölbreytta dagskrá.

Vorönn lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 2. apríl.

Vertu með okkur árið 2016 og skráðu þig á heimasíðu.

Öllum fyrirspurnum er svarað á netfanginu dwc@worldclass.is.

Jólakortin komin

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Jólakortin okkar eru komin hér á heimasíðuna og á Facebook síðu skólans. Allir nemendur sem stunduðu dansnám hjá skólanum á haustönn 2015 fóru í myndatöku með danshópum sínum á meðan á jólasýningunni stóð í Austurbæ.

Takk fyrir frábæra haustönn og við hlökkum til að dansa með ykkur á nýju ári!

Gleðileg jól!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“3841,3840,3839,3838,3837,3836,3835,3834,3833,3832,3831,3830,3829,3828,3827,3823,3824,3825,3826,3822″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Jólakort 2015″][/vc_column][/vc_row]

Forskráning hafin!

Skráning er nú hafin á vorönn hjá skólanum en hún hefst mánudaginn 11. janúar. Vorönn spannar 12 vikur og lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu í lok annarinnar.

Skipulag á vorönn er með öðrum hætti en á haustönn en þá er fastur kennari á hverjum danshóp allan tímann.

Valtímar eru í boði fyrir alla danshópa 10-12 ára og eldri. Þeir fara fram á föstudögum í öllum stöðvum. Við hvetjum nemendur eindregið til þess að sækja valtíma og bæta við sig þriðja danstímanum í viku. Við sáum gífurlegar framfarir hjá þeim nemendum sem sóttu valtíma á haustönn. En áhersluatriði valtíma er á tækniæfingar tengdar ákveðnum dansstílum, vöðvarstjórnun, teygjur og acro (acrobatics). Það eru fimleikafingar/trikk sem gjarnan er notað í dansrútínum í öllum dansstílum, t.d. afturábakbrú, handahlaup með og án handa og svo framvegis.

SKRÁNING
Skráning er hafin á heimasíðu skólans en beinan link er að finna hér:
http://dansstudioworldclass.is/skraning-2/
*ATH! Ekki er hægt að ganga frá skráningu á heimasíðu ef nýta á frístundastyrk frá sínu sveitafélagi.
Þeir sem ætla ekki að nýta frístundastyrk geta strax gengið frá skráningu í gegnum heimasíðu.
Við biðjum ykkur að passa að setja inn rétt símanúmer og netföng þegar þið gangið frá skráningu upp á upplýsingaflæði á vorönn.

JÓLATILBOÐ
Sérstakt jólatilboð gildir fram til 24. desember en með því veitist 10% afsláttur af námskeiðsverði. Við hvetjum ykkur endilega til þess að nýta ykkur það.

FRÍSTUNDASTYRKUR
Til þess að nýta þér frístundastyrk frá þínu sveitafélagi þarf að koma við í næstu afgreiðslu World Class og fylla út umsóknarpappíra. Þar með ertu búin/n að tryggja þér pláss í viðkomandi danshópnum. Styrknum er síðan hægt að ráðstafa strax eftir áramót en þá opna sveitafélögin fyrir styrkveitingar fyrir árið 2016.

TAKMARKAÐ PLÁSS
Minnum á að um takmarkað pláss er að ræða í danshópana og hvetjum við ykkur til að ganga frá skráningu hið fyrsta svo nemendur lendi ekki á biðlista.

Við hlökkum til að sjá nemendur okkar aftur á vorönn 🙂

Skráning hefst á morgun

Skráning á vorönn hefst á morgun, fimmtudaginn 10. desember. Við bjóðum upp á sérstakt jólatilboð en með því veitist 10% afsláttur af verði í dansnám hjá skólanum. Jólatilboð gildir til 24. desember.

Jólasýningin komin á YouTube

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Jólasýning skólans er nú komin á YouTube rás okkar. Rásin okkar heitir, dansstudiowc, en atriðin er hægt að finna beint með því að slá inn leitarorðin: „Jólasýning Dansstúdíó World Class 2015“. Öll atriði frá báðum sýningum er þar að finna og hvetjum við ykkur eindregið til þess að finna ykkar atriði.

Fleiri ljósmyndir frá sýningunni verður að finna á heimasíðu skólans eftir helgi.

 

Fyrstu myndir af jólasýningunni

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Jólasýning skólans fór fram í gær, laugardag, í Austurbæ. Nemendur skólans sýndu afrakstur annarinnar með glæsilegum atriðum. Húsið var þétt setið á báðum sýningum og tóku áhorfendur virkan þátt í að hvetja nemendur áfram. Björn Bragi Arnarsson sá um kynningar yfir daginn og gerði það af sinni alkunnu snilld. Hann reitti af sér hvern brandarann af öðrum og hlátursköllin ómuðu í húsinu. Áhorfendur lofsömuðu sýninguna og kennarar gætu ekki verið stoltari af nemendum sínum. Þetta var frábær endir á skemmtilegri haustönn.

Það rignir yfir okkur tölvupóstum og skilaboðum þar sem verið er að lofsama sýninguna. Við erum þakklát fyrir þessu hlýju orð og móttökur. Við viljum hrósa öllum nemendum okkar fyrir frábæra frammistöðu á haustönn. Þvílíkar framfarir.

Fyrstu myndir af sýningunni er að finna hér að neðan en allar myndir eru væntanlegar hér á heimasíðu og á Facebook síðu skólans í vikunni.

Myndbönd af öllum atriðum verða einnig birt á YouTube rás skólans í vikunni.

Fylgist með fréttatilkynningum hér.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“3617,3618,3619,3620,3621,3622,3623,3624,3625,3626,3627,3628,3629,3630,3631,3632,3633,3634,3635,3636,3637,3638,3639,3640″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Fyrstu myndir af jólasýningu 2015″][/vc_column][/vc_row]

Uppselt á jólasýningu!

Eins og öllum er kunnugt þá fer jólasýningin okkar fram á morgun. Það er frábært hve áhugi fyrir sýningunni er mikill og aðsóknin eftir því.
Nú hefur sú staða komið upp að uppselt er á báðar sýningar. Við bætt við miðum til sölu á fyrri sýningu og er enn hægt að festa kaup á miðum á midi.is á þá sýningu.
Annað er uppi á teningnum varðandi seinni sýninguna okkar. Það er alveg uppselt á hana og hefur myndast biðlisti.
Við ætluðum okkur að bjóða upp á frímiða fyrir börn undir 12 ára á aldri og höfum haldið eftir sætum. Eru þeir miðar ætlaðir systkinum nemenda og viljum biðja ykkur að einskorða ykkur við systkini en ekki vini nemenda ef þið getið komið því við.
Varðandi seinni sýningu þá yrðum við afar þakklát ef þið hafið tök á því að taka börnin ekki með á sýninguna. Við gerum okkur grein fyrir að það gæti komið sér illa fyrir einhverja. En ef þið hafið tök á því þá yrðum við ykkur afar þakklát. Þá gætum við gert þeim foreldrum kleift að mæta á sýninguna sem ekki hafa enn náð að tryggja sér miða.
Öll viljum við koma saman og horfa á nemendur sýna afrakstur vetrarins og vera partur af þessari upplifun nemenda í Austurbæ. Vonumst við til að við getum öll unnið saman að þessu svo allir foreldrar nemenda geti verið viðstödd sýninguna.
Um takmarkaðn sætafjölda er að ræða en sætafjöldi Austurbæjar er af sömu stærðargráðu og á stóra sviði Borgarleikhússins eða rúm 500 sæti. Húsið er því kjörinn vettvangur fyrir sýninguna. Taka þarf tillit til öryggismála og Brunavarnareftirlit leyfir einungis ákveðinn fjölda í húsinu á viðburðum sem þessum. Við erum því að biðla til ykkar að aðstoða okkur eftir bestu getu svo sem flestir geti notið þessarar stundar með okkur.
Okkur þætti vænt um ef þið gætuð tekið tillit til þessa.
Hlökkum til að sjá ykkur á morgun 🙂