Takk fyrir frábærar viðtökur
[vc_row][vc_column][vc_column_text]
Nemendasýning dansskólans fór fram á miðvikudaginn var og voru viðtökur vægast sagt frábærar. Við erum alveg í skýjunum með nemendur okkar og hefði dagurinn ekki getað farið betur. Um þrjár sýningar var að ræða og geisluðu nemendur á sviðinu. Danshópar voru 28 talsins og skein gleði úr hverju andliti allan tímann. Sýningin var byggð á ævintýri Simba í Lion King og fór Björn Bragi Arnarson með kynningar. Textinn sem hann flutti var saminn af Stellu Rósenkranz, deildarstjóra skólans, en hún var listrænn stjórnandi sýningarinnar. Friðrik Dór Jónsson kom svo áhorfendum sannarlega á óvart í lok sýningar þar sem hann söng lag sitt Nóttin Svört og hið góðkunna Eurovision lag, Í Síðasta Skipti, við mikil fagnaðarlæti. Nemendur deildu sviðinu með honum og þökkuðu fyrir sig með hneigingu og lófaklappi.
Skólinn er löngum orðinn þekktur fyrir frumlegar sýningar sínar og svo virðist sem sýningin í ár hafi fallið vel í kramið hjá dansfjölskyldunni okkar. Leikhlutverkin voru fjögur og voru það allt nemendur í framhaldshópum skólans sem fóru með þau hlutverk. Með aðalhlutverk Simba fór Eydís Jansen, nemandi í 13-15 ára danshóp í Egilshöll. Andrea Marín Andrésdóttir fór með hlutverk Nölu en hún er nemandi í 13-15 ára danshóp á Seltjarnarnesi. Björn Boði Björnsson fór með hlutverk Múfasa og er hann nemandi í danshóp 13-15 ára í Laugum. Karen Benediktsdóttir fór með hlutverk Skara en hún er nemandi í 16 plús danshóp í Laugum. Frammistöðu þeirra hefur verið hrósað í hástert og það kemur ekki á óvart, þau voru alveg stórkostleg.
Tölvupóstum hefur rignt yfir okkur með lofsömum umsögnum og erum við þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur. Hér að neðan má finna nokkrar myndir frá sýningunni en allar myndir verða birtar hér á síðunni eftir helgi.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2996,2997,2998,2999,3000,3001,3002,3003,3004,3005,3006,3007,3008″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Lion King nemendasýning“][/vc_column][/vc_row]