Þróaðu þinn eigin dansstíl
Ertu með þinn eigin stíl sem dansari ?
JÁ! Svarið er já. Þó þér finnist það ekki þá ertu samt með það.
Allir dansarar eru inspire-aðir af öðrum dönsurum og danshöfundum sem við lítum upp til. En þegar þú dansar, sama hvort það eru rútínur eftir aðra eða eftir þig sjálfa/n þá dansarðu alltaf sem þú. Hvað annað!
Hvort sem þú veist það nú þegar eða ekki þá er bara tímaspursmál hvenær þinn persónulegi stíll verður uppgötvaður af fleirum. Þú þarft að finna út hvað það er, vera óhrædd/ur við að þróa þig áfram og halda áfram að krydda allar rútínur sem þú tekur fyrir og setja þitt „touch“ á þær.
Hér eru nokkur tips sem geta hjálpað þér!
Hvernig tónlist fílarðu ?
Dansarar þrífast á tónlist og dansinn kemur út frá tónlistinni.
Hlustaðu á tónlistina og reyndu að tengjast henni í stað þess að setja saman spor út í bláinn. Hlustaðu á tónlist sem þú fílar og semdu við hana en ekki endilega vinsælasta lagið bara af því að það er vinsælt.
Gangsta Rapp ? Acoustic Sam Smith lög ? House ? John Mayer ? Britney Spears ? Country ?
Alveg sama hvaða tónlistartegund það er, ÞÚ lætur það virka af því að það passar þínum stíl.
Búðu til playlist-a ná Spotify með lögum sem þig langar að dansa við og tala til þín.
Prófaðu þig síðan áfram og byrjaðu að dansa!
Hvernig myndirðu hreyfa þig ef þú hefðir ALDREI séð dansspor áður ?
Reyndu að gleyma öllum sporum sem þú hefur séð eða lært og dansaðu út frá sjálfum þér.
Þú hefur séð allt of mörg myndbönd á YouTube og Instagram af uppáhalds dönsurunum þínum eða dansskólum.
Það eru svo margir sem þú lítur upp til og dregur ómeðvitað hreyfingar frá. Það er gott og blessað en reyndu núna, bara í smá stund að, DO YOU!
Bara 100% þú og enginn annar!
Slepptu þér bara alveg, tæmdu hugann og leyfðu líkamanum að bregast við tónlistinni eins og hann vill gera það.
Margir street dansstílar urðu til nákvæmlega svona. Fólk var á klúbbum og í partý-um og gerðu bara það sem þeim datt í hug á þeirri stundu. Þetta snýst um stund og stað og fílinginn.
Þetta á ekki að snúast um neitt annað nema næs vibes, hafa gaman og leyfa tónlistinni að búa til hreyfingarnar.
Þú getur svo auðveldlega unnið áfram með þinn eigin persónulega stíl með því að sleppa þér alveg og leyfa líkamanum að taka völdin!
Búðu til þína eigin uppbyggingu í stílnum þínum
Þetta snýst ekki um að útiloka allt sem þú hefur lært áður!
Byggðu ofan á það sem þú hefur lært og prófaðu að fara nýjar leiðir með það.
Ekki reyna að dansa og líta út eins og „Lyle Beniga“ heldur notaðu þekkinguna og vöðvaminnið sem þú hefur til þess að hreyfa þig eins og þú vilt!
Þetta gerist ekki á einum degi og tekur tíma. Haltu áfram að prófa þig áfram, sérstaklega í danstímum.
Hugsaðu um dansinn eins og litabók. Litirnir sem þú notar eiga að hjálpa þér að móta þinn stíl og gera hann einkennandi fyrir þig!