Úrslit í DANCEOFF Dansbikar
DANCEOFF dansbikarkeppni skólans fór fram um helgina í Tjarnarbíó. Þátttakan var frábær en yfir 130 nemendur skólans tóku þátt að þessu sinni. Keppnin fór fram í tveimur hlutum yfir daginn og var keppnin hörð í öllum flokkum. Mikil spenna ríkti baksviðs og áhorfendur tóku vel undir og studdu við bakið á keppendum. Dómnefnd átti erfitt verkefni fyrir höndum þar sem ótrúlega mörg frambærilega atriði tóku þátt í ár. Dómnefnd skipuðu þær Kristín Sunna Sveinsdóttir (fyrrum kennari skólans), Sandra Björg Helgadóttir (núverandi kennari) og Stella Rósenkranz (deildarstjóri). Þær voru sammála því að greinilegt er að miklar framfarir hafa átt sér stað í öllum aldursflokkum og hrósuðu nemendum fyrir mikla notkun tækniæfinga í dansrútínum sínum auk tónnæmi. En nemendur komu dómurum á óvart með frumlegum dönsum, þroskuðu lagavali og áhugaverðum munsturskiptingum.
Úrslit keppninnar eru eftirfarandi:
Einstaklingskeppni í 7-9 ára flokki
1. sæti – Linda Ýr Guðrúnardóttir
2. sæti – Anya María Mosty
3. sæti – Katrín Ósk Davíðsdóttir
Einstaklingskeppni í 10-12 ára flokki
1. sæti – Hafdís Eyja Vésteinsdóttir
2. sæti – Freyja Eaton
3. sæti – Karen Emma Þórisdóttir
Einstaklingskeppni í 13-15 ára flokki
1. sæti – Rakel Guðjónsdóttir
2. sæti – Guðrún Sóley Magnúsdóttir
3. sæti – Cristina Isabel Agueda
Hópakeppni í 7-9 ára flokki
1. sæti – Dansstjörnurnar
2. sæti – Regnbogastelpurnar
3. sæti – Cool Kids
Hópakeppni í 10-12 ára flokki
1. sæti – Koss
2. sæti – XOXO
3. sæti – Say What?
Hópakeppni í 13-15 ára flokki
1. sæti – L.D.
2. sæti – 3FCREW
3. sæti – The Queens
Við þökkum öllum nemendum kærlega fyrir þátttökuna. Þið sýnduð frábæra takta og stóðuð ykkur með eindæmum vel. Áfram þið!