Vornámskeið hefst á morgun!
Vornámskeið hefst á morgun, mánudaginn 2. maí. Yfir 20 danshópar eru í boði og geta nemendur sótt dansnám tvisvar og/eða þrisvar í viku. Einnig gefst nemendum í framhaldshópum kostur á að stunda dansnám með fleiri en einum danshóp og geta þá sótt danstíma allt að sex sinnum í viku. Þetta er frábær þróun og erum við spennt yfir því að geta boðið upp á þennan valmöguleika.
Nýjun á námskeiðinu er sú að nú geta ungu dansararnir okkar í danshópum 7-9 ára einnig sótt valtíma á föstudögum. Mikill áhugi er fyrir því og nú getum við loksins boðið upp á það.
Skipulag á önninni er með þeim hætti að kennarar munum færa sig á milli danshópa og taka sérstaklega fyrir þá dansstíla sem þeir sérhæfa sig í. Með þeim hætti aukum við fjölhæfni dansaranna okkar þar sem þeir fá dýpri skilning og kennslu í einstaka dansstílum.
Stundaskrá er að finna hér á heimasíðu.
Við minnum á opna prufutíma fyrstu vikuna og hlökkum til að dansa með ykkur! Allir velkomnir.