Vorönn lokið // Skráning á vornámskeið hafin

Nú er vorönn lokið og viljum við þakka öllum nemendum skólans kærlega fyrir frábæran vetur. Við erum rosalega stolt. Vornámskeiðið hefst svo núna 2. maí og spannar 6 vikur. Skráning er hafin!!!

UM NÁMSKEIÐIÐ
Kennsla fer fram í Laugum, Egilshöll, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi.
Námskeiðið skiptist upp í tvær lotur, hvor lota er 3 vikur.
Takmarkað pláss – enn takmarkaðra en áður.

EKKI VERÐUR KENNT Í SMÁRALIND OG MOSFELLSBÆ
Ástæðan fyrir því að við bjóðum ekki uppá kennslu í Smáralind og Mosfellsbæ á vornámskeiði er að okkur langar að nemendur úr þessum stöðvum fari saman við aðra nemendur í öðrum stöðvum. Þannig kynnast þeir fleiri dönsurum og ný og meiri samkeppni myndast í tímum. Þetta er liður í því að efla nemendur okkar, styrkja félagsleg tengsl og auka árangur. Við höfum séð þetta virka mjög vel í öðrum stöðvum, um leið og nemendur færa sig í aðra stöð en þeir eru vanir taka þeir stórt stökk í framförum. Það er hrikalega mikilvægur liður í þjálfun og þroska dansara að víkka sjóndeildarhringinn og þess vegna hvetjum við nemendur í Mosfellsbæ og Smáralind til að skrá sig á námskeið í annarri stöð en þau eru vön.

VERÐ VORNÁMSKEIÐS
Tvisvar sinnum í viku: 22.900
Þrisvar sinnum í viku: 29.900 – með valtíma
Fjórum sinnum í viku: 34.900 – með valtíma og masterclass

FRÍSTUNDASTYRKUR
Námskeiðið uppfyllir ekki kröfur um úthlutun frístundastyrks þar sem það spannar einungis 6 vikur.

VALTÍMAR
Valtímar verða aldursskiptir:
–> 7-9 ára og 10-12 ára sækja valtíma saman
–> 13-15 ára og 16+ sækja valtíma saman. Valtími fyrir 13-15 ára og 16+ fer einungis fram í Laugum.

MASTERCLASS
Masterclass verður eingöngu opinn 10-12 ára framhaldshópum(nemendur sem hafa æft í 3 ár eða lengur), 13-15 ára og 16+. Hann fer einungis fram í Laugum og kennarar verða Bergdís Rún, Stella Rósenkranz og Rakel Kristins.

Hlökkum til að sjá ykkur á vornámskeiði!